Reyna að létta stemmninguna fyrir börnin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. janúar 2022 13:34 Bræður voru bólusettir. vísir/vilhelm Límmiðar, sápukúlur og leikatriði eru notuð til að reyna að létta stemmninguna við bólusetningar barna á höfuðborgarsvæðinu sem hófust með skipulegum hætti í hádeginu í dag. Allt hefur gengið vel fyrir sig þar en talsvert meiri tími fer í að bólusetja börn en fullorðna. „Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku. Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
„Já, þetta er náttúrulega töluvert ólíkt. Börnin geta náttúrulega verið kvíðin og hrædd, eins og gengur og gerist, þannig að þetta getur tekið á. Við þurfum að gefa þeim miklu lengri tíma allavega,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, hjá heilsugæslunni. Börnin voru misspennt fyrir sprautunni en dagurinn fór vel af stað.vísir/vilhelm Og ræningjarnir Kasper, Jesper og Jónatan úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins voru niðri í Laugardalshöll í morgun til að skemmta krökkunum og óhætt að segja að það hafi vakið lukku gesta. Dagurinn hafi farið vel af stað en það eru um 1.600 börn samtals í þeim tólf skólum sem á að bólusetja í dag. Heilsugæslan gerir þó alls ekki ráð fyrir að svo margir mæti; mörg börn hafi þegar fengið Covid nýlega, séu í einangrun eða sóttkví eða muni ekki þiggja bólusetningu. Þá gerði mikil aðsókn fullorðinna í örvunarskammt fyrir hádegi heilsugæslunni erfiðara fyrir. Ræningjarnir þrír tóku nokkur lög fyrir börnin, enda fyrrverandi tónlistarmenn.vísir/vilhelm „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli 10 og 12 fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún var þá í þann mund að fara að stöðva þá traffík en klukkan 12 var enn löng röð hjá fullorðnum þegar börnin áttu að fá höllina fyrir sig. Óttuðust mótmæli Vaktin var þó gríðarlega vel mönnuð í dag og lögregla með mikinn viðbúnað á svæðinu enda var óttast að mótmælendur myndu láta sjá sig fyrir utan höllina í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir erfiðara að bólusetja börn en fullorðna. Stöð 2/Sigurjón Það hafa þeir hins vegar ekki gert enn. „Við erum öll með meiri viðveru í dag. Þetta er sá hópur sem við viljum standa okkur sérstaklega vel fyrir. Þannig það er svona ástæðan fyrir mönnuninni, við ætlum öll að gera okkar besta,“ segir Ragnheiður Ósk. „Þetta fer vel af stað. Það eru töluvert margir krakkar búnir að koma hérna í morgun og taka forskot á sæluna. Það hefur gengið mjög vel og við teljum okkur vera ansi vel mönnuð með því að færa þetta og vera öll saman hér. Þannig mér sýnist þetta vera að fara vel af stað.“ Bólusett verður alla vikuna í Laugardalshöll en víða um land hófst bólusetning barna á þessum aldri í síðustu viku.
Bólusetningar Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira