„Eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2022 20:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við Ými Örn Gíslason. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir enga óskastöðu að hafa ekki fengið æfingaleiki fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn. Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Ísland átti að mæta Litáen í tveimur leikjum á Ásvöllum. Ekkert varð af þeim eftir að Litáar hættu við að koma til landsins. Og það var kannski eins gott því einn leikmaður liðsins er smitaður af kórónuveirunni. Ísland hefur ekki leikið landsleik síðan 2. maí í fyrra. Íslenska liðið vann þá Ísrael, 39-29, í síðasta leik sínum í undankeppni EM. Átta mánuðir eru því frá síðasta landsleik. „Þetta er engin óskastaða. Liðin leggja mikla áherslu á að fá leiki. En við getum ekki breytt því. Vonandi verður þetta nægilega góður undirbúningur,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn eru allir leikmennirnir í íslenska hópnum heilir heilsu og klárir í slaginn. Held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun Íslenska liðið hefur æft stíft undanfarna daga og spilað tvo innbyrðis æfingaleiki. Liðið hefur verið í búbblu á Grand hótel til að forðast kórónuveirusmit. „Það var tekin sú ákvörðun að fara með hópinn í svokallaða vinnustaðasóttkví. Ég held og vona að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Guðmundur. „Það hefur ekki enn greinst smit síðan við komum saman hér heima og það eru jákvæð tíðindi. Vonandi verður það þannig áfram. Leikmennirnir eru mjög einbeittir og hafa gert þetta einstaklega faglega. Auðvitað hefur reynt á menn að vera í hálfgerðri einangrun en ég verð að hrósa þeim fyrir hversu faglega þeir hafa nálgast þetta. Ég finn fyrir því að það er eldmóður er í hópnum og ofboðslega góður andi. Ég held að leikmenn hafi líka kynnst betur í þessum aðstæðum. Menn eru fullir tilhlökkunar. Eins og leikmenn hlakka ég til að glíma við þetta.“ Stærra hlutverk Ágústs Ágúst Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Val og aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, er nýr í þjálfarateymi karlalandsliðsins. Hlutverk hans stækkaði eftir að aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon smitaðist af veirunni. „Hann var fenginn til að fókusa á markverði. Gunnar hefur verið í einangrun og ekki verið með. En við tökum upp allar æfingar og höfum svo greint þær eftir á. Gunnar hefur séð þær allar,“ sagði Guðmundur. „Fyrir vikið hefur Ágúst verið virkari inn í sal. Hans aðaláhersla hefur verið á markverðina og hann heldur utan greiningu á skotum og annað slíkt.“ Íslenska liðið heldur til Búdapest á morgun. Fyrsti leikur þess á EM er svo gegn Portúgal á föstudaginn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira