Mæting barna í bólusetningu langt fram úr vonum Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2022 18:26 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir um átta þúsund manns hafa verið bólusetta í Laugardalshöll í dag en alls fengu um tólf þúsund manns Pfizer bóluefnið á landinu í dag. Vísir/Vilhelm Um fimmtán hundruð grunnskólabörn á aldrinum fimm til ellefu ára mættu í Laugardalshöll í dag til að þiggja bólusetningu gegn Covid-19. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir mætinguna hafa farið fram úr björtustu vonum. Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Alls voru nítján hundruð börn úr tólf grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu boðuð í bólusetningu í dag. „Þetta er miklu betri mæting en við höfðum þorað að vona enda er hálft höfuðborgarsvæðið í sóttkví eða einangrun. Og það auðvitað sérstaklega tengt skólunum,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá segir hún að góð mæting í dag sé tilefni til enn betri undirbúnings fyrir morgundaginn. „Við héldum að það kæmu miklu færri í dag. Við blönduðum ekki nema fimm hundruð skammta í byrjun dags. En þetta gekk allt saman mjög vel og svo verður enn stærri dagur á morgun.“ Heilsugæslan sá til þess að börnunum liði sem best í bólusetningu í dag. Límmiðar, sápukúlur og leikatriði voru notuð til að reyna að létta stemninguna. Að ógleymdum þeim Kasper Jasper og Jónatani úr Kardemommubæ Þjóðleikhússins, sem mættu til að stytta börnunum stundir. Fullorðnir líka duglegir að mæta Heilsugæslan bauð fullorðnum einnig upp á bólusetningu og örvunarskammt milli tíu og tólf í dag. Ragnheiður Ósk segir fólk jafnvel hafa verið of duglegt að mæta í örvunarskammt en hún þurfti að vísa fólki frá eftir klukkan tólf þegar börnin áttu að hafa höllina út af fyrir sig. „Já, þetta var miklu meira en við bjuggumst við. Við ákváðum að hafa opið hús hérna milli tíu og tólf fyrir fullorðna sem að væru að koma annað hvort í sína fyrstu sprautu eða örvunarskammt. Við boðuðum samt engan en það er miklu meiri traffík en við áttum von á,“ sagði Ragnheiður Ósk í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira