Robert Durst er dáinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 19:01 Robert Durst er dáinn. Getty/ Myung J. Chun Morðinginn og auðkýfingurinn Robert Durst er dáinn. Durst var 78 ára og var að afplána lífstíðardóm fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman þegar hann lést í morgun. Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003. Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Að sögn lögmanns Durst dó hann í morgun úr hjartaáfalli. Durst hafði undanfarna mánuði glímt við ýmis heilsufarsvandamál, þar á meðal krabbamein í þvagblöðru en þá hafði hann nýlega verið settur á öndunarvél vegna Covid-19. TMZ greinir frá. Durst var á síðasta ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á vinkonu sinni Susan Berman, en hann skaut hana til bana á heimili hennar í Beverly Hills í Kaliforníu í desember árið 2000. Grunur er um að Berman hafi ætlað að stíga fram með upplýsingar um hvarfið á fyrstu eiginkonu Durst, Kathie, sem hvarf árið 1982. Durst komst aftur í kastljósið árið 2015 eftir að hann samasem játaði að hafa myrt fólk í heimildarmyndinni The Jinx: The Life and Deaths of Robert Durst. Hann hafði verið í viðtali fyrir myndina, brugðið sér á salernið og sagt þar inni, enn með hljóðnemann á sér að hann hafi „drepið þau öll.“ Fjallað var um furðuleg atvik í lífi Durst í heimildarmyndinni, til dæmis möguleg tengsl hans við hvarf eiginkonu sinnar á níunda áratuginum og svo morðið á Berman. Þá var einnig fjallað um í myndinni þegar Durst var sýknaður af morði nágranna hans í Texas árið 2001. Durst fæddist 12. apríl 1943 í New York. Faðir hans var auðugur fasteignamógúll og var Durst, elsti sonur hans, arftaki veldisins sem metið er á milljarða dala. Hann giftist hinni tvítugu Kathie árið 1973. Áratug síðar tilkynnti Durst hvarf hennar. Hann sagðist hafa keyrt Kathie á lestarstöð í smábænum í New York ríki sem þau bjuggu í og sagðist aldrei hafa séð hana eftir það. Að hans sögn var Kathie á leið til New York þar sem hún stundaði læknanám. Árið 2000 flutti hann til Texas, þar sem hann dulbjó sig sem eldri konu. Ári eftir flutninginn fannst limlest lík nágranna hans í ruslatunnum og Durst var grunaður um morðið. Durst flúði úr haldi lögreglu en var síðan handtekinn í Pennsylvaníu og var síðan sýknaður af morðinu árið 2003.
Bandaríkin Erlend sakamál Andlát Tengdar fréttir Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41 Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16 Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Robert Durst ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína Bandaríski fasteignaerfinginn og morðinginn Robert Durst hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt fyrstu eiginkonu sína, Kathie Durst, sem hvarf fyrir nær fjórum áratugum síðan. 2. nóvember 2021 10:41
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. 14. október 2021 23:16
Auðkýfingurinn Robert Durst sakfelldur fyrir að myrða bestu vinkonu sína Robert Durst, sem er 78 ára gamall, var í dag sakfelldur fyrir að myrða Susan Berman árið 2000. Meðal sönnunargagna í málinu var atriði úr heimildarþætti um hann þar sem hann heyrðist segja „Þarna kom það. Þeir náðu þér.“ 17. september 2021 23:57
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila