Matvælastofnun rannsakar dularfullan hósta meðal hunda á höfuðborgarsvæðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 09:50 Hingað til hafa öll sýni sem prófuð hafa verið fyrir Covid-19 reynst neikvæð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun hefur sett af stað rannsókn í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans á Keldum til að reyna að komast til botns í því hvað veldur hósta hjá hundum sem hefur gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið. Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í tilkynningu á vef MAST segir að smitandi öndunarfærasýking sé þekkt hjá hundum og kallist í daglegu tali „hótelhósti“ (e. kennel cough). Í raun sé um að ræða lýsingu á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi og orsakirnar geti verið margvíslegar; bæði veirur og bakteríur. Einkennin séu hósti, útferð úr nefi og augum og í sumum tilvikum slappleiki og lystarleysi. „Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins,“ segir í tilkynningunni. „Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.“ Rétt er að leita til læknis ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita. Margir hundar eru bólusettir en dýralæknar hafa greint frá því að bæði bólusettir og óbólusettir virðist smitast af þeirri sýkingu sem nú er í gangi. Nú þegar hafi nokkrir dýralæknar látið kanna hvort um sé að ræða Covid-19 en öll sýnin hafi reynst neikvæð. Í rannsókn MAST og Tilraunastöðvarinnar verði meðal annars kannað hvort um geti veirð að ræða þekktar bakteríur, meðal annars bakteríu sem olli hósta og veikindum hjá hrossum fyrir nokkrum árum. „Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum,“ segir á vef MAST, þar sem finna má ítarlegar upplýsingar um málið.
Hundar Dýr Gæludýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýraheilbrigði Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira