Á fundinum munu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Almannavarna, og Alma Möller landlæknir fara yfir stöðu mála.
Fundurinn verður haldinn með fjarfundarsniði og verður sýnt frá honum í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Þá verður bein textalýsing hér að neðan. Um er að ræða 194. upplýsingafundinn vegna faraldursins.
Uppfært: Fundinum er lokið en hér má sjá upptöku af honum.