Barn á fyrsta ári með Covid-19 á Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 12. janúar 2022 11:29 Um 0,5% þeirra sem greinast með Covid-19 leggjast inn á spítala. Hlutfallið er lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Vísir/Vilhelm Eitt barn á fyrsta ári liggur nú inni á Landspítala með Covid-19 og um 60 eru í eftirliti á Barnaspítala vegna sjúkdómsins. Daglega koma um tvö til fimm börn þangað til skoðunar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis. Tíu börn yngri en sextán ára hafa þurft á innlögn að halda hérlendis af um 9.300 sem hafa greinst, eða 0,1%. Tvö börn hafa þurft á gjörgæsluinnlögn að halda. Að auki hafa hundruð barna verið í nánu eftirliti á Barnaspítala en ekki þurft innlögn. Þórólfur sagði að til samanburðar hafi eitt sautján ára ungmenni verið lagt inn á spítala vegna aukaverkunar bóluefnis gegn Covid-19. Þá hafi tilkynningar borist um sex alvarlegar aukaverkanir af um 22 þúsund bólusetningum eða 0,03%. „Það er því ljóst að hér á landi eru alvarlegar aukaverkanir hjá börnum eftir Covid-19 að minnsta kosti þrisvar sinnum meiri en eftir bólusetningu. Þetta er í samræmi við reynslu og uppgjör erlendis, bæði í Bandaríkjunum og Danmörku.“ Hann bætti við að ný gögn frá Bandaríkjunum bendi til að innlögnum barna vegna ómíkrón sé þar að fjölga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Stöðug þróun og innlögnum að fjölga Alls greindust 1.135 einstaklingar með kórónuveiruna innanlands í gær og sextíu á landamærum. 45 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um sex milli daga. Fram kom í máli Þórólfs að faraldurinn hafi verið í línulegum vexti undanfarna daga með í kringum 1.100 tilfelli á dag. Allt að 300 greinist á landamærum og hafi aldrei verið fleiri. Í gær greindust 293 börn á aldrinum tólf ára og yngri og 63 börn á aldrinum tólf til sextán ára. Vaxandi fjöldi hefur þurft að leggjast inn á spítala samhliða aukningu í samfélagslegum smitum á síðustu vikum. Hefur fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi aukist um 70% að undanförnu en staðið í stað á gjörgæslu. Að sögn Þórólfs eru um 90% nú að greinast með ómíkron. Delta afbrigðið er þó enn til staðar og greinast í kringum 100 á dag. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn er í kringum 0,5% af öllum greindum. Það er þó heldur lægra ef bara er miðað við á ómíkron eða 0,2 til 0,3%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar í dag vegna faraldurs kórónuveirunnar. Fundurinn verður haldinn klukkan ellefu. 12. janúar 2022 10:04