Saman síðan á unglingsárum: „Ég tilkynnti honum að hann væri númer tvö, því fótboltinn væri númer eitt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2022 22:15 Þau Dagný og Ómar voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn „Við hugsuðum bara: Prófum þetta bara! Ef þetta gengur ekki þá bara hættum við saman en ef þetta gengur þá kannski verðum við bara alltaf saman,“ segir landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir. Hún og eiginmaður hennar, Ómar Páll Sigurbjartsson hafa verið saman síðan þau voru unglingar en þau voru í fjarsambandi í sex og hálft ár vegna fótboltaferils Dagnýjar. Þau Dagný og Ómar voru gestir í 39. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í fótbolta frá árinu 2010 og á hún heldur betur glæstan feril að baki. Í dag er hún búsett í London og spilar með West Ham United. Hennar betri helmingur, Ómar Páll, er rafiðnfræðingur að mennt og starfar hjá verkfræðistofunni Eflu í fjarvinnu frá London. „Sem betur fer gafst hann ekki upp“ Í þættinum segja þau Dagný og Ómar frá því hvernig þau kynntust. Þau ólust upp á svipuðum slóðum á Suðurlandi, Dagný á Hellu og Ómar í Þykkvabæ. Þau kynntust þó ekki af alvöru fyrr en Ómar byrjaði í skólanum á Hellu í 7. bekk. „Hann byrjar snemma að eltast við mig en ég var svona smá erfið. Ég var svolítið bara fótbolti, fótbolti, fótbolti og gerði honum svona svolítið erfitt fyrir, en sem betur fer gafst hann ekki upp,“ segir Dagný. Líf Dagnýjar snerist alfarið um fótbolta og æfði hún með strákaliðinu á Hellu. Flestir vinir Dagnýjar voru því strákar og leit hún á þá sem bræður. Hún segist því vera þakklát fyrir það að Ómar hafi ekki byrjað í skólanum fyrr en í 7. bekk, því annars hefði hún sennilega litið hann sömu augum og hina strákana. „Þegar Ómar kemur þá er ég eiginlega bara nýhætt að vera ber að ofan með strákunum í fótbolta. Þannig ég var ekkert mikið að pæla í neinu kærastadæmi. Ómar var meira þar. En það er ekki fyrr en Ómar er í 9. bekk og ég í 10. bekk sem hann bauð mér á deitballið og gerði það vel. Hann fékk strák sem var sautján ára til að koma og pikka mig upp og Ómar var með og var með Sprite í einhverjum glösum.“ Tilkynnti honum að hann yrði númer tvö, því fótboltinn væri númeri eitt Fljótlega eftir deitballið útskrifaðist Dagný úr grunnskólanum og flutti til Reykjavíkur yfir sumarið til að spila fótbolta með Val. Þegar Ómar var kominn í 10. bekk og Dagný var byrjuð í menntaskóla var hann farinn að gista reglulega hjá henni en Dagný þvertók þó fyrir það að hann væri kærastinn hennar. „Honum fannst það leiðinlegt. Svo á endanum segir hann bara við mig eitt kvöldið þegar við erum að fara sofa að ef ég vildi ekki vera kærastan hans, þá yrði þetta í seinasta sinn sem hann myndi gista þarna.“ Dagný samþykkti það þó ekki alveg strax heldur þurfti hún smá umhugsunarfrest. „Svo á endanum gaf ég mig og sagði já og sá sko ekki eftir því. En ég tilkynnti honum að hann yrði númer tvö, af því fótboltinn væri ennþá númer eitt.“ Þau Ómar og Dagný ólust upp á svipuðum slóðum á Suðurlandi. Þau kynntust þó ekki af alvöru fyrr en Ómar byrjaði í skólanum á Hellu í 7. bekk. Þau byrjuðu saman árið 2007 og giftu sig árið 2019. Þrjóskan kom þeim í gegnum fjarbúðina Þegar Dagný var tvítug bauðst henni tækifæri erlendis sem hún ákvað að stökkva á. Þá spurðu liðsfélagar hennar hér heima hvort hún ætlaði ekki að hætta með Ómari áður en hún færi út. „Ég var bara í sjokki að þær skyldu spyrja mig að þessu. Af hverju ætti ég að hætta með honum áður en ég fer út?“ Þau ákváðu því að vera í fjarsambandi sem entist í sex og hálft ár. „Auðvitað var þetta erfitt og það kom upp alls konar ágreiningur. Það er alveg hundraðfalt erfiðara að rífast í gegnum Skype eða FaceTime heldur en í eigin persónu. Það er svo auðvelt að skella á … Þannig oft á tíðum var þetta ógeðslega erfitt, en þrjóskan einhvern veginn barði þetta í gegn og hér erum við í dag eftir þetta allt saman,“ segir Ómar. Ferðalögin erfið eftir að sonurinn fæddist Í dag eru þau Dagný og Ómar gift. Þau giftu sig árið 2019 og var brúðkaupið haldið í Þykkvabæ. Veislan fór fram í íþróttahúsinu sem var afar táknrænt fyrir þau, þar sem þau eyddu bæði miklum tíma þar í æsku. Þá eiga þau saman þriggja ára gamlan dreng, Brynjar Atla. Þegar hann var átta mánaða gamall flutti fjölskyldan til Portland þar sem Dagný hafði skrifað undir samning. „Það var erfitt, því þá var ég bara að fljúga í útileik til Orlando sem var sex tíma flug. Sem betur fer var hann það lítill að Ómar og Brynjar Atli fengu að koma með mér í ferðir. Ég hefði aldrei getað farið frá honum svona litlum. Við þurftum svo að koma til Íslands til þess að finna út úr því hvernig ég gæti verið í atvinnumennsku og verið með fjölskyldu. Þetta var svo erfitt í Bandaríkjunum af því maður var svo mikið í burtu.“ Þau ákváðu loks að flytja til London þegar Dagnýju bauðst tækifæri hjá West Ham. Þar eru engin löng ferðalög sem fylgja útileikjum og jafnframt er stutt að skjótast heim til Íslands. Kunni ekki að skræla kartöflur Í þættinum fara þau um víðan völl og ræða meðal annars um atvinnumennskuna, heimilishaldið, keppnisskapið og segja frá sigurvímu í Flórída sem varð að barni. Þá segja þau einnig frá vandræðalegu atviki þar sem kartöflur komu við sögu. „Í Þykkvabæ er ræktað svolítið mikið af kartöflum. Mamma og pabbi rækta kartöflur og eðli málsins samkvæmt eru töluvert oft kartöflur í matinn,“ útskýrir Ómar. Þegar Dagný kom svo loks í mat heim til foreldra Ómars þegar hún var sextán ára gömul kom það í ljós að hún kunni ekki að skræla kartöflur, þar sem foreldrar hennar höfðu alltaf gert það fyrir hana. „Pabbi hans Ómars sagði við mig þarna „ef þú ætla að venja komu þína hingað í Þykkvabæ skalt þú byrja að borða kartöflur“. En ég borðaði alveg kartöflur, ég vildi bara ekki segja að ég kynni ekki að skræla.“ „Eftir þennan kvöldmat kom ég heim og sagði mömmu og pabba að þau ættu að hætta skræla kartöflurnar fyrir mig af því ég þyrfti að æfa mig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Dagnýju og Ómar í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Fótbolti Tengdar fréttir Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Þau Dagný og Ómar voru gestir í 39. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Dagný hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í fótbolta frá árinu 2010 og á hún heldur betur glæstan feril að baki. Í dag er hún búsett í London og spilar með West Ham United. Hennar betri helmingur, Ómar Páll, er rafiðnfræðingur að mennt og starfar hjá verkfræðistofunni Eflu í fjarvinnu frá London. „Sem betur fer gafst hann ekki upp“ Í þættinum segja þau Dagný og Ómar frá því hvernig þau kynntust. Þau ólust upp á svipuðum slóðum á Suðurlandi, Dagný á Hellu og Ómar í Þykkvabæ. Þau kynntust þó ekki af alvöru fyrr en Ómar byrjaði í skólanum á Hellu í 7. bekk. „Hann byrjar snemma að eltast við mig en ég var svona smá erfið. Ég var svolítið bara fótbolti, fótbolti, fótbolti og gerði honum svona svolítið erfitt fyrir, en sem betur fer gafst hann ekki upp,“ segir Dagný. Líf Dagnýjar snerist alfarið um fótbolta og æfði hún með strákaliðinu á Hellu. Flestir vinir Dagnýjar voru því strákar og leit hún á þá sem bræður. Hún segist því vera þakklát fyrir það að Ómar hafi ekki byrjað í skólanum fyrr en í 7. bekk, því annars hefði hún sennilega litið hann sömu augum og hina strákana. „Þegar Ómar kemur þá er ég eiginlega bara nýhætt að vera ber að ofan með strákunum í fótbolta. Þannig ég var ekkert mikið að pæla í neinu kærastadæmi. Ómar var meira þar. En það er ekki fyrr en Ómar er í 9. bekk og ég í 10. bekk sem hann bauð mér á deitballið og gerði það vel. Hann fékk strák sem var sautján ára til að koma og pikka mig upp og Ómar var með og var með Sprite í einhverjum glösum.“ Tilkynnti honum að hann yrði númer tvö, því fótboltinn væri númeri eitt Fljótlega eftir deitballið útskrifaðist Dagný úr grunnskólanum og flutti til Reykjavíkur yfir sumarið til að spila fótbolta með Val. Þegar Ómar var kominn í 10. bekk og Dagný var byrjuð í menntaskóla var hann farinn að gista reglulega hjá henni en Dagný þvertók þó fyrir það að hann væri kærastinn hennar. „Honum fannst það leiðinlegt. Svo á endanum segir hann bara við mig eitt kvöldið þegar við erum að fara sofa að ef ég vildi ekki vera kærastan hans, þá yrði þetta í seinasta sinn sem hann myndi gista þarna.“ Dagný samþykkti það þó ekki alveg strax heldur þurfti hún smá umhugsunarfrest. „Svo á endanum gaf ég mig og sagði já og sá sko ekki eftir því. En ég tilkynnti honum að hann yrði númer tvö, af því fótboltinn væri ennþá númer eitt.“ Þau Ómar og Dagný ólust upp á svipuðum slóðum á Suðurlandi. Þau kynntust þó ekki af alvöru fyrr en Ómar byrjaði í skólanum á Hellu í 7. bekk. Þau byrjuðu saman árið 2007 og giftu sig árið 2019. Þrjóskan kom þeim í gegnum fjarbúðina Þegar Dagný var tvítug bauðst henni tækifæri erlendis sem hún ákvað að stökkva á. Þá spurðu liðsfélagar hennar hér heima hvort hún ætlaði ekki að hætta með Ómari áður en hún færi út. „Ég var bara í sjokki að þær skyldu spyrja mig að þessu. Af hverju ætti ég að hætta með honum áður en ég fer út?“ Þau ákváðu því að vera í fjarsambandi sem entist í sex og hálft ár. „Auðvitað var þetta erfitt og það kom upp alls konar ágreiningur. Það er alveg hundraðfalt erfiðara að rífast í gegnum Skype eða FaceTime heldur en í eigin persónu. Það er svo auðvelt að skella á … Þannig oft á tíðum var þetta ógeðslega erfitt, en þrjóskan einhvern veginn barði þetta í gegn og hér erum við í dag eftir þetta allt saman,“ segir Ómar. Ferðalögin erfið eftir að sonurinn fæddist Í dag eru þau Dagný og Ómar gift. Þau giftu sig árið 2019 og var brúðkaupið haldið í Þykkvabæ. Veislan fór fram í íþróttahúsinu sem var afar táknrænt fyrir þau, þar sem þau eyddu bæði miklum tíma þar í æsku. Þá eiga þau saman þriggja ára gamlan dreng, Brynjar Atla. Þegar hann var átta mánaða gamall flutti fjölskyldan til Portland þar sem Dagný hafði skrifað undir samning. „Það var erfitt, því þá var ég bara að fljúga í útileik til Orlando sem var sex tíma flug. Sem betur fer var hann það lítill að Ómar og Brynjar Atli fengu að koma með mér í ferðir. Ég hefði aldrei getað farið frá honum svona litlum. Við þurftum svo að koma til Íslands til þess að finna út úr því hvernig ég gæti verið í atvinnumennsku og verið með fjölskyldu. Þetta var svo erfitt í Bandaríkjunum af því maður var svo mikið í burtu.“ Þau ákváðu loks að flytja til London þegar Dagnýju bauðst tækifæri hjá West Ham. Þar eru engin löng ferðalög sem fylgja útileikjum og jafnframt er stutt að skjótast heim til Íslands. Kunni ekki að skræla kartöflur Í þættinum fara þau um víðan völl og ræða meðal annars um atvinnumennskuna, heimilishaldið, keppnisskapið og segja frá sigurvímu í Flórída sem varð að barni. Þá segja þau einnig frá vandræðalegu atviki þar sem kartöflur komu við sögu. „Í Þykkvabæ er ræktað svolítið mikið af kartöflum. Mamma og pabbi rækta kartöflur og eðli málsins samkvæmt eru töluvert oft kartöflur í matinn,“ útskýrir Ómar. Þegar Dagný kom svo loks í mat heim til foreldra Ómars þegar hún var sextán ára gömul kom það í ljós að hún kunni ekki að skræla kartöflur, þar sem foreldrar hennar höfðu alltaf gert það fyrir hana. „Pabbi hans Ómars sagði við mig þarna „ef þú ætla að venja komu þína hingað í Þykkvabæ skalt þú byrja að borða kartöflur“. En ég borðaði alveg kartöflur, ég vildi bara ekki segja að ég kynni ekki að skræla.“ „Eftir þennan kvöldmat kom ég heim og sagði mömmu og pabba að þau ættu að hætta skræla kartöflurnar fyrir mig af því ég þyrfti að æfa mig.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Dagnýju og Ómar í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Fótbolti Tengdar fréttir Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00 Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00 „Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00 Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Ástfangin í ellefu ár þrátt fyrir þrettán ára aldursmun Snæbjörn og Agnes kynntust þegar hann var að leikstýra henni í skólaleikriti í Framhaldsskólanum á Húsavík. Það var þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Agnesi dreymdi draum sem varð til þess að Snæbjörn sendi henni skilaboð og þau fóru í kjölfarið að stinga saman nefjum. Í dag eru þau gift, eiga saman tvö börn og ellefu ára samband að baki. 5. janúar 2022 22:00
Bauð henni í mat en fékk að vita það mörgum árum seinna að maturinn hafi verið hræðilegur Þau Ágústa og Guðlaugur Þór höfðu þekkst í þónokkur ár áður en þau fóru að vera saman. Guðlaugur segist hafa verið útsjónarsamur og fundið sér hin ýmsu tilefni til þess að sýna Ágústu áhuga. Þegar hann bauð henni loks heim í mat eldaði hann ungverska gúllassúpu sem Ágústu þótti hræðileg á bragðið. Þrátt fyrir súpuna hræðilegu eiga þau að baki 20 ára hjónaband og stóra fjölskyldu. 29. desember 2021 22:00
„Hef aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir miklar mótbárur og stóra veggi“ Þegar Íris sá Bjössa fyrst á skemmtistaðnum Gauknum fyrir tuttugu árum síðan vissi hún strax að þarna hefði hún séð manninn sinn. Það tók hana hins vegar sex mánuði að hafa upp á honum aftur og þá veitti Bjössi henni enga athygli. Það hafði einfaldlega ekki hvarflað að honum að hann ætti séns í þessa gullfallegu stúlku. 22. desember 2021 22:00
Fékk símreikning upp á hundrað þúsund nokkrum vikum eftir að hann hitti Ingu Inga sá Góa fyrst þegar hann birtist í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni árið 2003. Hún fékk númerið hans hjá sameiginlegum vini og fóru þau að skiptast á SMS-skilaboðum. Þegar þau ákváðu loks að hittast hafði Gói aldrei litið Ingu augum, en féll þó fyrir henni í gegnum símann þegar hann heyrði að hún kynni að meta slátur og saltkjöt. 15. desember 2021 22:01