Veitingamenn látnir sitja á hakanum: „Tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2022 22:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir að veitingageirinn hafi verið skilinn eftir þegar hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar fyrir jól. Óvissan sé líklega erfiðasti þátturinn enda séu sóttvarnaaðgerðir kynntar með skömmum fyrirvara og þá stuttur tími til að bregðast við. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, gagnrýnir störf meirihlutans og segir veitingamenn hafi fengið hækkun á áfengisgjaldi í jólagjöf. Fjármálaráðherra hafi lofað gulli og grænum skógum fyrir jól en stjórnvöld hafi ekki enn brugðist við ákallinu. „Hann [fjármálaráðherra] sagði í byrjun desember að það þyrfti að bregðast hratt við, nefndi þennan geira þá sérstaklega, og það væri verið að vinna að tillögum í fjármálaráðuneytinu,“ segir Þorbjörg og bætir við að mánuður sé liðinn. Enn bóli ekkert á mögulegum styrkjum fyrir veitingamenn. Bólar ekkert á styrkjum Kórónuveirufaraldurinn hefur staðið lengi yfir og reglur hafa verið settar jafnóðum. Erfitt geti verið fyrir rekstraraðila að bregðast við og nú hefur faraldurinn staðið yfir í tæp tvö ár. Búið er að framlengja núgildandi takmarkanir og þar að auki virðist ástandið ekki ætla að lagast heldur þvert á móti. Sóttvarnalæknir tilkynnti til að mynda í dag að hertar takmarkanir tækju mögulega gildi fyrir helgi. „Eitt er auðvitað að búa við takmarkanir sem eru í eðli sínu þungbærar og annað er að fyrirtæki og starfsfólk hangi í fullkominni óvissu. Þannig að það er alveg sjálfstæð breyta um erfiðleikastigin þarna,“ segir Þorbjörg og bætir við að möguleg úrræði fyrir rekstraraðila gætu verið verkfæri eins og hlutabótaleið og tekjufallsstyrkur. Þorbjörg segir að tíminn skipti miklu máli fyrir veitingamenn enda geti verið erfitt að bregðast við jafnóðum. Veitingamenn þurfi að meta hvort hægt sé að halda fólki á launaskrá eða hvort segja þurfi starfsfólki upp og svo framvegis. Aðgerðarleysi grafi undan samstöðu Þorbjörg segist hafa fengið tölverðan fjölda símtala og tölvupósta frá veitingamönnum þar sem veitingamenn lýsa yfir áhyggjum. Meðal sjónarmiða rekstraraðila er að til þess að aðgerðarleysi geti grafið undir samstöðu. Það dugi ekki að skilja veitingamenn stanslaust eftir „í lausu lofti,“ enda snúist málið um lífsviðurværi fólks. „Það skiptir máli að sóttvarnaaðgerðir og efnahagsviðbrögð haldist í hendur. Þetta verður að ganga hönd í hönd. Ég ætla alls ekki að tala með þeim hætti að ég haldi að þetta [efnahagsaðgerðirnar] komi ekki en það greinilega þarf að pressa á það því að tíminn vinnur ekki með þessum fyrirtækjum,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira