„Íbúar eru foxillir“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2022 11:40 Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ bendir á að þegar kísilverið í Helguvík var starfandi hafi íbúar í nágrenninu þurft að leita sér læknisaðstoðar, sem þeir tengdu við starfsemi versins. Viðreisn/Vísir/Þorgils Forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ segir engan vilja fyrir því meðal íbúa að kísilverið í Helguvík verði endurræst. Slíkum fyrirætlunum verði ekki leyft fram að ganga. Fyrirætlanir PCC á Bakka liggja þó ekki fyrir en ljóst er að ráðast þyrfti í kostnaðarsamar framkvæmdir, eigi að endurræsa kísilverið. Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar. Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í morgun að Arion banki og PCC SE, meirihlutaeigandi kísilversins á Bakka á Húsavík, hefðu undirritað viljayfirlýsingu varðandi möguleg kaup á kísilverinu í Helguvík. Kísilverinu var lokað árið 2017 eftir að Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina vegna ítrekaðra bilana og kvartana íbúa í nágrenninu. Síðan þá hefur verið stefnt að því að selja kísilverið. Enginn samstarfsvilji Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir bæjarstjórn ekki vita hvað stendur í viljayfirlýsingunni en ef stefnt sé á endurræsingu myndi hún mæta verulegri andstöðu. „Íbúar eru foxillir yfir því að þetta sé að gerast, ég þori að fullyrða það,“ segir Guðbrandur. Hann trúi ekki öðru en að PCC á Bakka kynni sér stöðuna í Reykjanesbæ áður en lengra er haldið. „Þá er enginn samstarfsvilji hér á Suðurnesjum um það að þessi verksmiðja fari í gang aftur. Við sem samfélag munum berjast gegn því að verksmiðjan verði endurræst.“ „Íbúar urðu bara veikir“ Hann rifjar upp ástandið í bænum þegar kísilverið var starfandi. „Menn hafa verið að tala alltaf um ólykt en íbúar urðu bara veikir, margir þurftu að leita læknisaðstoðar. Einhverjir þurftu að fara inn á Landspítala, margir misstu röddina,“ segir Guðbrandur. „Það bara gengur ekki upp að menn geti viðhaft svona vinnubrögð gagnvart stóru samfélagi og við eigum bara að bíða og sjá hvort þessir hlutir heppnist.“ Fréttastofa hefur sent Rúnari Sigurpálssyni forstjóra PCC á Bakka fyrirspurn um mögulegar fyrirætlanir fyrirtækisins í Helguvík. Guðbrandur bendir á að kísilverið sé óstarfhæft í núverandi mynd. Til að endurræsa það þyrfti að fara í milljarðaframkvæmdir og deiliskipulagsbreytingar.
Reykjanesbær Stóriðja Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira