Færa keppnina um viku vegna faraldursins Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2022 15:32 Daði og Gagnamagnið fóru með sigur úr býtum í Söngvakeppninni fyrir tveimur árum. Engin keppni var í fyrra vegna faraldursins. Mummi Lú Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina. Keppnin hefur verið vinsæll dagskrárliður í sjónvarpi undanfarin ár en sigurvegarinn í keppninni verður fulltrúi Íslands á Eurovision í Tórínó á Ítalíu í maí. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar segir í tilkynningu að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja öryggi bæði áhorfenda og keppenda. „Örvunarbólusetningar fullorðinna og bólusetningar barna eru í fullum gangi og hver dagur skiptir máli. Við fylgjum ströngustu kröfum um sóttvarnir á æfingum og upptökum þessa dagana til að minnka áhættuna á smitum og dreifingu þeirra. Fyrra undanúrslitakvöldið verður samkvæmt nýja planinu laugardagskvöldið 26. febrúar og það síðara viku síðar. Fjölskyldusýning og dómararennsli verður að degi til 11. mars og úrslitakvöldið 12. mars. Rúnar Freyr segir í tilkynningunni að best hefði verið að fresta keppninni enn frekar, en það sé ekki hægt. Skilafrestur á lögum í Eurovision er til 13. mars og sá frestur verði ekki framlengdur. Tíu lög keppa um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Höfundar hafa skilað inn upptökum af lögunum og æfingar á atriðunum eru hafnar. Lögin, höfundar og flytjendur verða opinberuð í þættinum Lögin í Söngvakeppninni laugardaginn 5. febrúar. Eurovision Ríkisútvarpið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Keppnin hefur verið vinsæll dagskrárliður í sjónvarpi undanfarin ár en sigurvegarinn í keppninni verður fulltrúi Íslands á Eurovision í Tórínó á Ítalíu í maí. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar segir í tilkynningu að unnið sé hörðum höndum að því að tryggja öryggi bæði áhorfenda og keppenda. „Örvunarbólusetningar fullorðinna og bólusetningar barna eru í fullum gangi og hver dagur skiptir máli. Við fylgjum ströngustu kröfum um sóttvarnir á æfingum og upptökum þessa dagana til að minnka áhættuna á smitum og dreifingu þeirra. Fyrra undanúrslitakvöldið verður samkvæmt nýja planinu laugardagskvöldið 26. febrúar og það síðara viku síðar. Fjölskyldusýning og dómararennsli verður að degi til 11. mars og úrslitakvöldið 12. mars. Rúnar Freyr segir í tilkynningunni að best hefði verið að fresta keppninni enn frekar, en það sé ekki hægt. Skilafrestur á lögum í Eurovision er til 13. mars og sá frestur verði ekki framlengdur. Tíu lög keppa um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision í ár. Höfundar hafa skilað inn upptökum af lögunum og æfingar á atriðunum eru hafnar. Lögin, höfundar og flytjendur verða opinberuð í þættinum Lögin í Söngvakeppninni laugardaginn 5. febrúar.
Eurovision Ríkisútvarpið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira