Lokuðu leikskólanum í dag vegna stórrar hópsýkingar Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 16:44 Um áttatíu leikskólapláss eru á Sæborg. Reykjavíkurborg 38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví. „Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
„Þetta er stór hluti. Við erum bara að kortleggja málið og fara yfir þetta núna,“ segir Ásta Kristín Svavarsdóttir, leikskólastjóri Sæborgar, í samtali við Vísi. Eru nú flest börn og starfsmenn á tveimur deildum komin í einangrun. Ákveðið var að loka leikskólanum í tvo daga þar sem ekki er nægt starfsfólk til að manna einu deildina sem er hvorki í einangrun né sóttkví. „Nær allir sem ég hef heyrt í eru með lítil sem engin einkenni, fólk er ekki alvarlega veikt, hvorki börn né starfsfólk. Það er einn sem var frekar hastarlega veikur í starfsmannahópnum í tvo, þrjá daga en núna er hann allur að koma til,“ segir Ásta. Fara í sýnatöku um helgina „Það eina sem maður getur gert er að gera það besta í aðstæðunum og sem betur fer vinna leikskólastjórar vel saman og ég hef fengið rosalega góðan stuðning hjá mínum yfirmönnum. Þetta er óþægileg staða og skrítið að skólinn sé lokaður,“ segir Ásta. Hún hafi sömuleiðis átt í góðum samskiptum við rakningateymi almannavarna og fundið fyrir stuðningi frá þeim. Deildin sem lenti í sóttkví í dag fer í sýnatöku á laugardag og því er ekki útilokað að enn eigi eftir að bætast í hóp smitaðra á Sæborg. Loka hefur þurft fleiri leikskólum á landinu í dag. Í Grindavík voru foreldrar og forráðamenn barna á leikskólanum Laut, öðrum tveggja í bænum, beðnir um að sækja börnin sín vegna þess að starfsmaður hafði greinst smitaður. Leikskólanum verður lokað fram yfir helgi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira