Suðlægari áttir og rigning sunnantil upp úr hádegi, en rofar smám saman til austanlands.
„Snýst í norðvestanátt í kvöld og snjóar talsvert norðvestan til og víða dálítil snjókoma með köflum fyrir austan í nótt. Kólnar talsvert í veðri.
Gengur í norðvestanhvassviðri með snjókomu eða slyddu suðaustan til á morgun, en hægara og dálítil él í öðrum landshlutum. Hvessir heldur og fer að snjóa á Vesturlandi annað kvöld, en lægir þá jafnframt og rofar til eystra. Enn eitt úrkomusvæði fer síðan austur yfir landið á sunnudag.
Eins og heyra má þá er spáð órólegu vetrarveðri um helgina og því um að gera að fylgjast vel með veðurspám og -viðvörnum, ef við á, einkum ef menn eiga mikið undir veðri.“
![](https://www.visir.is/i/101B4F1D0F4A841F424BBAA806174EE6360C8AA39CF624481235122542E0584A_713x0.jpg)
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðvestlæg átt, 10-18 m/s og snjókoma um landið A-vert, en annars hægari og dálítil él. Vestlægari og rofar til A-lands seinnipartinn, en fer að snjóa á V-landi seint um kvöldið. Víða vægt frost, en frostlaust með S-ströndinni.
Á sunnudag: Vestlæg átt, 8-15 m/s, él og talsvert frost, en gengur í suðvestan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu og hlýnandi veðri eftir hádegi. Heldur hægara og þurrt NA-til fram á kvöld.
Á mánudag: Suðvestan 13-18 m/s með rigningu, en þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.
Á þriðjudag: Vestlægar áttir með rigningu eða slyddu, en síðar éljum, en úrkomulítið eystra fram eftir degi. Kólnandi veður.
Á miðvikudag: Líklega vestlæg átt með dálitlum éljum, en bjartviðri A-til. Dregur úr frosti.
Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt með hlýnandi veðri og vætu öðru hvoru á V-verðu landinu.