Skýrsla Henrys: Draumabyrjun sem bætti geðheilsu landans Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2022 23:01 Það var heldur betur kátt í höllinni í kvöld. vísir/getty Viðbjóðslegt veður, covid og janúar. Íslendingar hafa fengið nóg og þurftu sárlega á því að halda að strákarnir okkar myndu skemmta þeim gegn Portúgal. Það gerðu þeir eins og sannir listamenn. Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Þó svo það vanti sterka menn í þetta lið Portúgals þá var gefið að þetta yrði snúið. Liðið spilar einn hægasta og leiðinlegasta handbolta heims en gerir það alla jafna hrikalega vel. Sem er auðvitað óþolandi. Það tók tíma að brjóta þetta portúgalska lið niður en maður sá fljótt að gæðamunur var á liðunum. Það var spurning hvenær gæðin myndu skína í gegn. Það gerðu þau svo sannarlega á endanum. Varnarleikurinn var heilt yfir geggjaður. Ýmir Örn fór fyrir honum með stoppum, vörðum skotum og fráköstum í bland við smá brjálæði. Yndislegt að horfa á hann í þessum ham. Hið frábæra samstarf hans og Elvars Arnar hélt áfram. Elvar er naut að burðum og spilar oft á tíðum eins og maður sem er 20 sentimetrum hærri og 20 kílóum þyngri. Magnaður. Sóknarleikurinn hefur fengið smá yfirhalningu hjá Guðmundi og lofar góðu. Gísli Þorgeir stýrði umferðinni eins og höfðingi. Aron skoraði sín mörk og bjó til hlaðborð fyrir félaga sína eins og venjulega. Það var pressa á íþróttamanni ársins, Ómari Inga, en hann sýndi loksins gæðin með landsliðinu. Og þvílík gæði. Nú er hann vonandi búinn að kasta þessum „hefur aldrei getað neitt með landsliðinu“ bagga af sér og blómstrar í kjölfarið. Hornamennirnir okkar eru í heimsklassa og fínt að fá smá áminningu um það. Auðvitað er smá veikleiki hvað koma fá mörk af línu en það kom ekki að sök núna. Viktor Gísli átti svo flotta innkomu í markið. Liðsheildin fræga var einfaldlega geggjuð í dag. Það voru allir að leggja lóð á vogarskálarnir. Liðið var agað, lítið um mistök og það kom ekki einu sinni slæmur kafli. Hvað viljið þið hafa það betra? Liðið er búið að æfa vel og virðist ekki bara hafa sjálfstraust heldur líka tröllatrú á því leikplani sem fyrir það er lagt. Frumsýningu er lokið. Hún tókst ljómandi vel og færir okkur von um bjartari tíma hjá liðinu. Það er aftur á móti stutt í skítinn eins og góður maður sagði um árið og þessu verður að fylgja eftir á sunnudag. Ég er bjartsýnni á gott gengi eftir að hafa séð þessa frammistöðu í einhverri 300 metra hæð þar sem blaðamenn sitja. Það hefur verið vinna að rækta þetta lið síðustu ár og uppskeran er að koma. Þetta er spennandi og skemmtilegt lið sem á vonandi eftir að bæta geðheilsu íslensku þjóðarinnar heilmikið í þessum mánuði.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira