Eðlileg krafa að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2022 13:02 Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun. Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“ Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá voru samkomutakmarkanir hertar í gær og mega nú aðeins tíu koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir hertar aðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. „Ég held að allir hafi orðið fyrir vonbrigðum með þessar hertu sóttvarnaaðgerðir og það er alveg ljóst að við höfum kallað eftir því að ríkisstjórnin stígi fram með trúverðugar efnahagsaðgerðir til þess að styðja við bakið á fyrirtækjum. Það blasir auðvitað við að fyrirtæki sem að hökta í þessum samkomutakmörkunum og geta varla haldið úti starfsemi sinni, en eru á sama tíma að greiða laun fyrir starfsfólk sem er í sóttkví og jafnvel einangrun,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangrun „Ríkisstjórnir flestra ríkja Norðurlanda. Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa stigið inn í þetta með afgerandi hætti og eru farin að greiða laun starfsmanna í einangrun að hluta til. Það er eðlileg krafa og ég vænti þess að ríkisstjórnin muni sýna á spilin strax í næstu viku hvað það áhrærir.“ Hann segir ríkisstjórnina verða að koma fram með trúverðugar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum samhliða hertum aðgerðum. „Þau hafa aðeins sýnt á spilin. Þetta er sannarlega skref í rétta átt en ef það á að viðhalda þessu ástandi. Tíu manna samkomutakmörkunum þá er ljóst að það þarf að ganga enn lengra. Við verðum að hafa í huga að ríkissjóður er ekki í sömu stöðu og í upphafi faraldursins og það þarf að fara að meta þessar sóttvarnaaðgerður út frá fleiri þáttum að mínu viti, þar á meðal þarf að taka tillit til efnahagslegrar stöðu bæði almennings og fyrirtækja í landinu.“
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42 Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
1.143 greindust innanlands í gær 1.143 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 57 á landamærum. Það gera 1.200 í heildina. 15. janúar 2022 10:42
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Breyti engu ef fólk breyti ekki hegðun sinni Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að hertar samkomutakmarkanir komi til með að skila árangri og draga úr álagi á spítalann. Þær muni þó engu breyta ef fólk breyti ekki hegðun sinni. 14. janúar 2022 18:56