Fílabeinsströndin gerði óvænt jafntefli í Afríkukeppninni Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 18:06 Leikmenn Síerra Leóne gátu leyft sér að fagna jafnteflinu við Fílabeinsströndina. Twitter/BRfootball Þrír leikir fóru fram í Afríkukeppninni í dag. Leikið var í riðlum E og F en óvænt úrslit litu dagsins ljós í E-riðli á meðan Túnisar unnu stórsigur í F-riðli. Fílabeinsströndin og Síerra Leóne gerðu óvænt 2-2 jafntefli í E-riðli en Síerra Leóne er að spila á sinni fyrstu afríkukeppni í 26 ár. Franck Kessié, leikmaður AC Milan og Fílabeinsstrandarinnar fór illa af ráði sínu er hann klúðraði vítaspyrnu á 12. mínútu í leik liðanna. Sebastian Haller, leikmaður Ajax, gerði svo fyrsta mark leiksins fyrir Fílabeinsströndina þegar hann skoraði á 25. mínútu eftir stoðsendingu Wilfried Zaha og Fílabeinsströndin fór með 1-0 forystu inn í hálfleik. Öllum að óvörum, þá jafnaði Síerra Leóne leikinn snemma í síðari hálfleik, eða á 55. mínútu, og var þar að verki leikmaður Sohar í Óman, Musa Noah Kamara. Nicolas Pépé, leikmaður Arsenal, kom Fílabeinsstrendingum aftur í forystu 10 mínútum síðar. Í kjölfarið voru, einn af öðrum, öllum helstu stjörnum Fílabeinsstrandarinnar skipt af leikvelli sem átti eftir að koma í bakið á þeim því Alhaji Kamara, leikmaður Randers í Danmörku, jafnaði leikinn á 93. mínútu leiksins og þar við sat. Fílabeinsströndin er eftir leikinn í efsta sæti E-riðils með 4 stig og Síerra Leóne er í því öðru með tvö stig. Alsír og Miðbaugs-Gínea eigast svo við í kvöld í hinum leik riðilsins. Í F-riðli fóru tveir leikir fram. Túnis rúllaði yfir Máritanía, 4-0 en á sama tíma skyldu Gambía og Malí jöfn, 1-1. Úrslitin þýða að Gambía og Malí eru saman í efstu tveimur sætunum með saga stigafjölda og sömu markatölu. Túnis kemur þar á eftir með 3 stig og mun Túnis og Gambía leika úrslitaleik um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit á fimmtudaginn næsta. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Fílabeinsströndin og Síerra Leóne gerðu óvænt 2-2 jafntefli í E-riðli en Síerra Leóne er að spila á sinni fyrstu afríkukeppni í 26 ár. Franck Kessié, leikmaður AC Milan og Fílabeinsstrandarinnar fór illa af ráði sínu er hann klúðraði vítaspyrnu á 12. mínútu í leik liðanna. Sebastian Haller, leikmaður Ajax, gerði svo fyrsta mark leiksins fyrir Fílabeinsströndina þegar hann skoraði á 25. mínútu eftir stoðsendingu Wilfried Zaha og Fílabeinsströndin fór með 1-0 forystu inn í hálfleik. Öllum að óvörum, þá jafnaði Síerra Leóne leikinn snemma í síðari hálfleik, eða á 55. mínútu, og var þar að verki leikmaður Sohar í Óman, Musa Noah Kamara. Nicolas Pépé, leikmaður Arsenal, kom Fílabeinsstrendingum aftur í forystu 10 mínútum síðar. Í kjölfarið voru, einn af öðrum, öllum helstu stjörnum Fílabeinsstrandarinnar skipt af leikvelli sem átti eftir að koma í bakið á þeim því Alhaji Kamara, leikmaður Randers í Danmörku, jafnaði leikinn á 93. mínútu leiksins og þar við sat. Fílabeinsströndin er eftir leikinn í efsta sæti E-riðils með 4 stig og Síerra Leóne er í því öðru með tvö stig. Alsír og Miðbaugs-Gínea eigast svo við í kvöld í hinum leik riðilsins. Í F-riðli fóru tveir leikir fram. Túnis rúllaði yfir Máritanía, 4-0 en á sama tíma skyldu Gambía og Malí jöfn, 1-1. Úrslitin þýða að Gambía og Malí eru saman í efstu tveimur sætunum með saga stigafjölda og sömu markatölu. Túnis kemur þar á eftir með 3 stig og mun Túnis og Gambía leika úrslitaleik um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit á fimmtudaginn næsta.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira