Ráðherrar verði að gæta orða sinna í miðjum heimsfaraldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 21:12 Tómas er ekki sáttur með málflutning utanríkisráðherra upp á síðkastið. vísir/vilhelm Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítala, finnst utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa talað óvarlega og af undarlegum hætti um faraldurinn og sóttvarnatakmarkanir undanfarið. Landspítali hefur starfað á neyðarstigi í tæpar fjórar vikur og segir Tómas ástandið á skurðdeildunum skelfilegt. „Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
„Á flestum skurðdeildum eru nú aðeins framkvæmdar bráðaaðgerðir og veiku fólki fjölgar daglega á biðlistum. Meirihluti skurðstofa er ekki í notkun vegna tilfærslu á starfsfólki og skorts á gjörgæslurýmum. Íslendingar hætta samt ekki að veikjast og þurfa áfram á skurðaðgerðum að halda,“ skrifar Tómas í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Þar beinir hann gagnrýni sinni að þeim sem hafa talað alvarleika ástandsins niður og beinir síðan orðum sínum sérstaklega að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem hefur verið einn af þeim Sjálfstæðismönnum sem hafa heldur talað fyrir vægum samkomutakmörkunum. Tómas vísar til dæmis sérstaklega til orða ráðherrans í Speglinum síðasta föstudag þar sem hún sagði: „Við erum að klára tvö ár af tímabili þar sem við tókum ákveðin borgaraleg réttindi að láni og við ætlum að skila þeim aftur og það er alveg allt í lagi að spyrja hvenær sá tími er kominn.“ „Skoðanaskipti eru mikilvæg en það verður að teljast einkennilegt að utanríkisráðherra, einn af lykilráðherrum ríkisstjórnarinnar og varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, sé sífellt að spyrja fremur almennra spurninga í fjölmiðlum um aðgerðir stjórnvalda við faraldrinum,“ skrifar Tómas. Eins og sumir átti sig ekki á alvarleika ástandsins Í samtali við Vísi í kvöld segir hann það undarlegt að borgarar fái svo misjöfn skilaboð út úr ríkisstjórninni. „Mér finnst bara óheppilegt að vera ráðherra og sífellt að spyrja þessara spurninga í beinni útsendingu í fréttamiðlum þegar hún ætti að geta spurt þeirra innan ríkisstjórnarinnar eða leitað svara hjá sérfræðingum. Það er óábyrgt að tala sífellt svona og sérstaklega þegar það er ekki komið með neinar aðrar lausnir á ástandinu,“ segir Tómas. Þannig hafi það sýnt sig í þessum faraldri að besta leiðin til að hemja útbreiðslu veirunnar sé með samkomutakmörkunum. Nú sem aldrei fyrr sé þörf á að beita þeim vegna ástandsins á spítalanum. „Það gengur ekki að ráðherra tali ítrekað með þessum hætti og geri lítið úr þeim aðgerðum sem hennar ríkisstjórn er að setja. Hún er alltaf eins og hún verði fyrir einhverjum gríðarlegum vonbrigðum eða þurfi að kyngja einhverri rosalegri málamiðlun þegar takmarkanir eru hertar,“ segir Tómas. Hann bendir á að fleiri ráðamenn tali með sama hætti; varaþingmenn, þingmenn og einstaka ráðherrar. „En það hefur ítrekað sýnt sig að þeirra spár um þróun faraldursins eða rétta leið út úr honum hefur verið röng.“ Hann segir einn helsta vandann nú þann að margir sem eru alvarlega veikir vegna annarra sjúkdóma en Covid-19 komist ekki að vegna ástandsins á spítalanum. „Mér finnst vanta talsvert upp á að sumir stjórnmálamenn átti sig á því hversu alvarlegt ástandið er,“ segir Tómas en á spítalanum hafa til dæmis björgunarsveitarmenn verið að hlaupa undir bagga og þá hafa einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, Klíníkin, Orkuhúsið og Læknahúsið, haft lokað hjá sé svo að starfsfólk þeirra geti hjálpað til á spítalanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira