Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 22:44 Hér má sjá bílinn sem sat fastur í stærsta snjóflóðinu við veginn. jónþór eiríksson Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. „Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“ Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira
„Þetta er stórhættuleg hlíð,“ segir Jónþór Eiríksson íbúi í Súðavík í samtali við Vísi. Hann sótti kærustu sína til Ísafjarðar í kvöld og keyrði því veginn um Súðavíkurhlíð um klukkan 19. „Það var fullt af snjóflóðum þarna sem höfðu fallið og náðu inn á veg. Fullt af spírum svona niður hlíðina og mörg sem höfðu ekki komist alveg niður að vegi og önnur sem höfðu fallið yfir hann,“ segir hann. Hann hafi keyrt að bíl sem sat fastur í stærsta flóðinu. Súðavíkurhlíð: Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og hefur veginum verið lokað. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 16, 2022 Óhuggulegt að horfa upp í kolsvarta hlíðina „Það var þarna búin að myndast dálítil bílaröð, flutningabíll sem sat fastur að bíða eftir að komast í gegn og ég stökk út með skóflu að hjálpa til við að losa bílinn,“ segir Jónþór. Það hafi verið óhuggulegt að standa þar úti á veginum vitandi af nokkrum kyrrstæðum bílum sem biðu þar í snjóflóðahættunni eftir að komast leiðar sinnar. „Það er það óneitanlega að standa og horfa upp í kolsvarta hlíðina sem maður sér ekkert í og vita ekkert hvort það sé að fara að falla á mann snjóflóð,“ segir hann. Hann hafi þó komist veginn slysalaust enda á góðum bíl. „Foreldrar mínir voru líka að keyra veginn rétt fyrir framan mig og ég var í sambandi við þau. Allt í einu keyri ég fram á snjóflóði á veginum, sem hafði ekki verið fallið þegar þau keyrðu þar rétt á undan mér. Þannig það hefur bara munað einhverjum þrjátíu sekúndum á að það hefði fallið á annað hvort minn bíl eða þeirra,“ segir Jónþór. Það hefði hæglega getað ýtt bílnum út af veginum að hans sögn. Íbúar Súðavíkur hafa lengi kallað eftir göngum til Ísafjarðar. „Þetta er bara stórhættulegur vegur og ráðamenn verða að fara að átta sig á því.“ Hann furðar sig þá á því að Vegagerðin hafi ekki lokað veginum fyrr í kvöld. „Já, ég held þeir þyrftu eitthvað að vakta þetta betur og loka veginum fyrr. Það höfðu fallið mörg snjóflóð þarna niður á veginn áður en honum var lokað.“
Veður Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Sjá meira