Domus-barnalæknar fluttir í Kópavog: „Bílastæðavandinn er eiginlega úr sögunni“ Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 13:44 Viðar Eðvarðsson, læknir hjá Domus barnalæknum, segir það muna miklu að allir læknar séu nú á sömu hæðinni. Aðsend/Vísir/Vilhelm „Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er eiginlega úr sögunni.“ Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus. Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Þetta segir Viðar Eðvarðsson, barnalæknir hjá Domus, en barnalæknarnir fluttu um áramótin úr Domus Medica við Egilsgötu í Urðarhvarf 8 í Kópavogi. Viðar segir að flutningurinn hafi gengið sérstaklega vel. „Við gátum hafið starfsemina að morgni mánudagsins 3. janúar og var þá búið að setja upp tölvukerfi og svo framvegis. Þetta hefur gengið eins og í sögu. Háls-, nef- og eyrnalæknarnir eru sömuleiðis fluttir inn líkt og rannsóknastofan Sameind. Það eru því allir læknarnir búnir að hefja störf á nýja staðnum.“ Hann segir um mikla breytingu að ræða að læknarnir séu nú allir á sömu hæðinni. Það auðveldi öll innbyrðis samskipti þeirra á milli. „Menn leita náttúrlega mikið ráða hver hjá öðrum um fagleg málefni. Þetta er mjög frjótt umhverfi; að hafa læknana alla á sömu hæðinni. Það gefur líka auga leið að það er auðveldara fyrir fólk að vita hvert það á að fara, þegar allir eru nú á sama staðnum. Síðan eru lækningastofurnar rúmbetri, gólfefni og tækjakostur nýr og þannig mætti áfram telja.“ Í sólskinsskapi Viðar segir að aðgengi að nýja húsinu sé líka mjög gott og raunar mun betra en á gamla staðnum við Egilsgötu. „Hér er bílakjallari sem er náttúrulega mjög gott fyrir barnafólk. Það fer þá bara upp á fimmtu hæð með lyftunni. Það var þannig á gamla staðnum að fólk var iðulega að koma of seint í bókaðan tíma þar sem það fann hvergi stæði. Bílastæðavandamálið er því eiginlega úr sögunni. Fólk er yfir sig hrifið og hefur flest verið í sólskinsskapi þegar það hefur komið hingað á nýja staðinn.“ Greint var frá því síðasta sumar að til stæði að Domus Medica yrði lokað um áramótin. Við það tilefni sagði Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Domus Medica, að íslenskt ráðherraræði væri að fara illa með lýðræðið. „Sú ríkisvæðingarstefna sem ríkisstjórnin hefur rekið í fjögur ár vinnur ekki með þessari starfsemi,“ sagði Jón Gauti. Hluti vandans væri að hlutverk og ábyrgð aðila innan heilbrigðiskerfisins væru óskýr. „Það sem ríkisstjórnin kallar stefnu í heilbrigðisþjónustu er að mínu mati ekki byggt á þörfum sjúklinga,“ sagði hann einnig. 75 sérfræðingar myndu færa sig um set, hætta eða stofna sínar eigin læknastöðvar. Þeirra á meðal er starfstöð barnalæknanna í Urðarhvarfi. Viðar segir enn óljóst hvað verði um gamla húsið – Domus Medica við Egilsgötu. Húsið sé enn óselt og því óráðstafað. Röntgen Domus og heimilislæknar halda óbreyttri starfsemi í húsinu samkvæmt því sem fram kemur á vef Domus.
Heilbrigðismál Kópavogur Tengdar fréttir Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sjá meira
Barnalæknarnir flytja úr Domus og í Urðarhvarf um áramótin Öll starfsemi barnalækna sem verið hefur í Domus Medica við Egilsgötu 3 í Reykjavík mun flytja í Urðarhvarf 8 í Kópavogi um áramótin. Unnið er að því þessa dagana að innrétta nýju læknastöðina. 14. október 2021 07:00