Um einn af hverjum hundrað fær óljósa niðurstöðu Eiður Þór Árnason skrifar 17. janúar 2022 21:50 Mikil ásókn hefur verið í sýnatöku hjá heilsugæslunni. Vísir/vilhelm Um tíu prósent þeirra sem fá jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi hjá heilsugæslunni fá annað svar úr PCR-prófi strax í kjölfarið. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi en í upphafi voru um það bil helmingur PCR-prófa neikvæður eftir jákvætt hraðpróf. Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra en tölurnar ná ekki til einkaaðila sem bjóða upp á hraðpróf. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlutfall jákvæðra PCR-prófa eftir neikvætt hraðpróf hjá heilsugæslunni þar sem fáir fara strax í PCR eftir að hafa fengið neikvætt hraðpróf. Fram kom í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem hann sendi heilbrigðisráðherra í síðustu viku að í ljós hafi komið á mörgum vinnustöðum að áreiðanleiki hraðgreiningaprófa sé undir væntingum. „Í mörgum óformlegum könnunum hefur fjöldi falsk neikvæðra og falsk jákvæðra niðurstaðna verið óásættanlegur sem sýnir hversu óáreiðanleg mörg þessi próf eru,“ segir í minnisblaðinu. Samkvæmt gildandi samkomutakmörkunum er nú óheimilt að nota hrað- eða PCR-próf til að taka á móti fleiri gestum í svæði á viðburðum. Heimilt er að taka á móti 50 manns á sitjandi viðburðum að uppfylltum skilyrðum. Óljóst svar fæst úr um einu prósenti PCR-prófa Hlutfall svokallaðra vafasvara hefur sveiflast frá um það bil 0,3 til 1,0 prósents af heildarfjölda PCR-sýna í faraldrinum en hefur verið nær 1,0 prósenti undanfarna tvo mánuði, að sögn almannavarna. Vafasvar eða óvissusvar á við það þegar niðurstaða rannsóknar á sýni sem tekið var til greiningar á kórónuveirunni gefur ekki afgerandi svar. Veiran finnst þá ekki með vissu en það er heldur ekki hægt að fullyrða með sýninu að hún sé ekki til staðar. Ýmsar ástæður geta verið fyrir þessari niðurstöðu en PCR-próf gefa ekki einfalt já eða nei svar líkt og hraðpróf heldur er miðað við ákveðin viðmiðunarmörk fyrir hvað telst jákvætt og hvað neikvætt. Ein algeng skýring á vafasvari er að lítið magn af erfðaefni veirunnar fannst í sýninu. „Þannig er rétt að líta á vafasvar sem líklega jákvæða niðurstöðu þar til sýnt er fram á annað. Covid göngudeild annast þá sem fá vafasvar og ákveður hvort og hvaða aðrar rannsóknir eru þá gerðar til staðfestingar,“ segir í svari almannavarna en dæmi eru um að fólk endurtaki PCR-sýnatöku til að fá úr þessu skorið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira