Danir taka tvítuga grænlenska skyttu með sér á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 13:30 Ukaleq Astri Slettemark segist keppa fyrir bæði Grænland og Danmörku á leikunum í Peking. Instagram/@ukaleqastri Danir fjölmenna á Vetrarólympíuleikana í Peking í næsta mánuði og nú er það staðfest að grænlensk skíðaskotfimikona verður í danska Ólympíuhópnum í ár. Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ukaleq Astri Slettemark mun keppa fyrir Dani á leikunum en Alþjóðaólympíunefndin viðurkennir ekki Grænland sem keppnisþjóð og teljast keppendur þaðan vera frá Danmörku. Grænland er sjálfstjórnarsvæði innan Danmerkur. Det danske OL-hold vokser Skiskytten Ukaleq Slettemark er klar til OL - som atlet nummer 62 på holdet til Beijing — Henrik Liniger (@linigerDR) January 18, 2022 Umrædd Ukaleq Slettemark er stolt af því að keppa fyrir bæði Danmörku og Grænland á Ólympíuleikunum. „Ég er rosalega stolt af því að keppa fyrir hönd konungsríkisins og fyrir danska fánann, fyrir bæði Grænland og Danmörku,“ sagði Ukaleq. Ukaleq er fædd í september 2001 og er því tvítug. Hún vann gullverðlaun á HM unglinga árið 2019 í 10 kílómetra göngu en endaði í 65. sæti á HM fullorðinna í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Ukaleq Astri Slettemark (@ukaleqastri) Foreldrar hennar voru bæði skíðaskotfimifólk. Faðir hennar Øystein keppti á Ólympíuleikunum 2010 og móðir hennar Uiloq keppti á HM 2012. Slettemark verður ein af minnsta kosti 62 keppendum Dana á leikunum í Peking. „Þetta er það stærsta sem þú getur gert sem íþróttamaður af því að Ólympíuleikarnir eru bara á fjögurra ára fresti. Ég fær því ekki mörg tækifæri á ferlinum. Ólympíuleikarnir eru toppurinn fyrir alla. Það hlakka allir til leikanna og allir eru að reyna að vera í besta formi lífsins,“ sagði Ukaleq. Vetrarólympíuleikarnir hefjast 5. febrúar næstkomandi og standa til 20. febrúar. Trying to hold back tears during the national anthem of Greenland, Astri Ukaliq Slettemark struggled to describe her happiness after her win #YJWCH19 pic.twitter.com/Ab9JjGTwIA— IBU Junior Cup (@IBU_Junior) January 27, 2019
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Grænland Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira