Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:37 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af mörkum sínum á móti Portúgal. Getty/Sanjin Strukic Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira