Sigrún er markþjálfi og heldur úti Instagram-síðunni andleg og líkamlega heilsa. Þar hvetur hún fólk til þess að hreyfa sig í þrjátíu mínútur á dag.
Þættirnir fjalla um allt sem tengist því nýjasta í lýtalækningum, heilsu, mataræði, umhirðu húðar og öðru sem tengist fegurð. Í þættinum í gær var fjallað um heilsu og hreyfingu.
„Þarna er ég bæði að deila efni frá mér persónulega og því sem ég er að grúska í.“
Sigrún setti á laggirnar áskorun á Instagram sem nefnist #3030heilsa.
„Ég byrjaði á þessu fyrir tveimur árum því ég vildi vekja athygli á samspili andlegrar og líkamlegrar heilsu og þetta var í kringum alþjóðlegan forvarnardag gegn sjálfsvígum sem er alltaf haldinn í september. Ég missi pabba minn 2007 úr sjálfsvígi og ákvað einn daginn að ég skyldi láta þennan atburð gott af sér leiða.“
Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.