Aron: Þetta er geggjað lið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. janúar 2022 07:01 Aron Pálmarsson segist spenntur fyrir framhaldinu með landsliðinu. EPA-EFE/Tamas Kovacs Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var himinlifandi með eins marks sigur liðsins gegn Ungverjum í lokaumferð riðlakeppni EM í gær. Hann segir það auðvelt að spila svona góðan sóknarleik með liðinu sem Ísland teflir fram í ár. „Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira
„Nei, það er ekkert gaman að því,“ sagði Aron léttur, aðspurður að því hvort að þeir hafi ekki haft áhuga á því að gera þetta spennandi fyrir áhorfendur. „Þetta var augljóslega gríðarlega erfiður leikur. Jafnt allan tímann og ekkert áhlaup eða neitt þannig. Þetta var bara handbolti eins og hann gerist bestur. Alvöru úrslitaleikur og þetta er að detta okkar megin þessa dagana þannig að við erum bara mjög sáttir með það.“ Sóknarleikurinn hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins á mótinu hingað til og Aron segir það frábært að liðið geti haldið út við þær erfiðu aðstæður sem voru í höllinni í gærkvöldi. „Það hefur gengið mjög vel í byrjun móts þessi sóknarleikur, þessar áherslubreytingar sem við höfum komið með inn núna. Við erum búnir að vera að æfa vel síðan við hittumst í nóvember og byrjuðum á þessu þar.“ Það er bara svolítið þannig að þegar það gengur vel og við finnum þetta smella og við finnum að sóknarleikurinn bara rúllar svona sjálfkrafa þá er þetta bara mjög auðvelt að spila svona sóknarleik.“ „Auðvitað erum við með frábæra menn í þetta. Við erum að teygja meira á vörnunum og erum aðeins að breikka á þessu og setja línumennina utar. Svo erum við náttúrulega bara með leikmenn sem eru frábærir á fótunum í maður á mann þannig að þetta hentar okkur mjög vel.“ Á seinustu stórmótum hefur íslenska liðið átt í basli þegar Aron hefur ekki átt sinn besta leik, en það virðist vera að breytast. Fleiri eru að stíga upp og Aron segir það mikinn létti að geta deilt ábyrgðinni. „Ég er ekkert viss um að ég hefði getað spilað svona fyrir tveimur árum á móti þessu liði á þeirra heimavelli og við hefðum unnið. Ég var ekkert spes í dag en við vinnum þá. Þetta sýnir bara karakterinn og hversu langt við erum komnir. Þetta er geggjað lið og ég er svo spenntur fyrir framhaldinu og næstu árum.“ „Þetta er risastórt sem við vorum að gera núna. Við þurfum að átta okkur á því, en að sama skapi þá byrjar bara nýtt mót núna. Þetta er búið og þetta var markmiðið okkar fyrir mót, að komast á topp tíu og við erum ekki ennþá komnir þangað en erum á góðri leið. En við höfum sýnt það að við getum stefnt á hvað sem er,“ sagði Aron að lokum. Klippa: Aron eftir sigurinn gegn Ungverjum
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira