Þórdís Kolbrún segir umdeilt tíst ekki varða sóttvarnir Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2022 22:20 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hafnar því að umdeilt tíst sem hún birti í gær tengist afstöðu hennar til sóttvarnaaðgerða. Í umræddri færslu á Twitter birti ráðherrann tilvitnun í bandaríska mannréttindafrömuðinn Martin Luther King Jr. og sagði að viska hans eigi einkum við á tímum þar sem atlaga hafi verið gerð að mörgum grunnréttindum fólks. Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Óhætt er að segja að ummæli Þórdísar Kolbrúnar hafi valdið nokkru fjaðrafoki á Twitter þar sem gagnrýnendur settu tístið í samhengi við málflutning hennar um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Þórdís Kolbrún segir í skriflegu svari við fyrirspurn Kjarnans að tístið hafi verið „hugsað í algjörri einlægni sem tákn um virðingu fyrir manni sem er sameiginleg táknmynd margs þess besta í fari mannkyns; hugrekkis, réttsýni og baráttuþreki fyrir mannréttindum.“ Tístið var birt á degi á Martin Luther King. “Our lives begin to end the day we become silent about things that matter.” The wisdom of Dr Martin Luther King never loses its relevance, especially during times when many of the basic rights we may have thought to be secured and guaranteed have been challenged. #MLKDay— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) January 17, 2022 Gagnrýnendur ráðherrans hafa sakað Þórdísi Kolbrúnu um að líkja baráttu Martin Luther King fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna við andóf gegn frelsistakmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Fram kemur í frétt Kjarnans að hún segi það ranga túlkun að tengja tístið skoðunum hennar á tilteknum sóttvarnaaðgerðum. Í stað þess hafi hún vísað til að víða um heim hafi borið á tilhneigingu til að takmarka frelsi fólks til tjáningar og frjálsrar hugsunar. Þórdís Kolbrún sagði í samtali við RÚV á föstudag að Íslendingar væru að upplifa tímabil þar sem ákveðin borgaraleg réttindi hafi verið tekin að láni. Eðlilegt sé að velta fyrir sér öðrum sjónarmiðum um áhrif faraldursins, til að mynda á lýðheilsu og geðheilbrigði. Hún standi þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða sem tóku gildi á laugardag. Janúar rétt hálfnaður og verst Tweet ársins þegar komið. Það er ákveðið afrek. Til hamingju — Thor Johannesson (@ThorJohannesson) January 18, 2022 Hvaða gullkorni skyldi hún gauka að okkur í dag? Kannski sóttvarnaraðgerðir bornar saman við gyðingaofsóknir?— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 18, 2022 Are you seriously comparing the struggles of the black community to be treated as equal human beings to the minor inconveniences due to infection control?They were (and still are) being killed and you had to miss a few nights out with friends. Read a book and quit your job.— Cassandra of Troy (@PhoenixJRamos) January 18, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent