Segir Ísland hafa spilað yfir getu og kallar eftir hefndaraðgerðum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2022 14:01 Danir réðu ekkert við Aron Pálmarsson á EM fyrir tveimur árum, þegar Ísland vann heimsmeistarana í Malmö. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN „Nú kemur stund hefndarinnar,“ skrifar Jan Jensen, blaðamaður hins danska Ekstra Bladet, um fyrsta leik Danmerkur í milliriðlinum á EM karla í handbolta, gegn Íslandi. Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira
Danmörk og Ísland mætast í Búdapest klukkan 19:30 annað kvöld. Bæði lið unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni, þó að heimsmeistararnir hafi reyndar unnið sína leiki af mun meira öryggi eða aldrei með minna en níu marka mun. Ísland tryggði sig áfram með 31-30 sigri gegn Ungverjalandi í gær og Jensen telur að þær tölur hljóti að vekja upp slæmar minningar hjá dönsku þjóðinni. Aron reyndist dönsku vörninni plága Danmörk tapaði nefnilega einmitt 31-30 gegn Íslandi þegar liðin mættust í fullri höll af Dönum, í Malmö fyrir tveimur árum. Það var fyrsti leikur EM 2020 og Danir, sem urðu heimsmeistarar 2019 og 2021, urðu á endanum að sætta sig við að falla úr keppni þrátt fyrir að eina tap þeirra væri þetta tap gegn Íslandi. „Þetta gerðist eftir dramatík, þar sem Niklas Landin fékk rautt spjald, og sigurinn gat fallið hvoru megin sem var, en Íslendingarnir spiluðu yfir getu. Aron Pálmarsson var sérstaklega mikil plága fyrir dönsku vörnina,“ rifjaði Jensen upp en Aron skoraði tíu mörk í leiknum. „Gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn“ Hann virðist telja að lið Guðmundar Guðmundssonar gíri sig sérstaklega upp í leiki gegn Danmörku. Guðmundur gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrsta sinn, í Ríó 2016, en skildi svo við liðið eftir heldur ljótar sögur af því að íþróttastjórinn Ulrik Wilbek hefði plottað með leikmönnum danska liðsins að bola Guðmundi í burtu á leikunum. „Það gerist eitthvað hjá leikmönnum Guðmundar Guðmundssonar þegar Danmörk er mótherjinn. Það kviknar neisti í augum þeirra. Vonandi hafa dönsku leikmennirnir lært þetta. Ég lít á Ísland sem verðugan mótherja en breiddin í danska liðinu er mikið meiri,“ skrifar Jensen og bætir við að Danir hafi getað sparað kraftana og dreift álagi á meðan að Aron og Ómar Ingi Magnússon, lykilmenn Íslands, hafi virkað þreyttir undir lok leiks gegn Ungverjalandi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira