DR: Ísland vantar topplínumann og toppmarkmann til að berjast um verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 12:31 Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk mikið hrós frá sérfræðingi DR. Hér fagnar hann sigri á Ungverjum. EPA-EFE/Tamas Kovacs Handboltasérfræðingur danska ríkisútvarpsins hafði mikla trú á íslenska landsliðið fyrir þetta Evrópumót í handbolta og hann skrifar stuttan pistil um íslenska liðið nú þegar ljóst er að Danir mæta Íslandi í fyrsta leik í milliriðlinum. Frederik Mahler Bank fer yfir mótherja Dana í milliriðlinum en heimsmeistarar Dana unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni með sannfærandi hætti. „Ég spáði því fyrir fram að Ísland kæmist lang á þessu Evrópumóti. Þeir eru nógu góðir og hafa einstaklega spennandi leikmenn innanborðs og þá sérstaklega í útlínunni,“ skrifaði Frederik Mahler Bank á heimasíðu danska ríkisútvarpsins. „Sá mest spennandi í íslenska liðinu er leikstjórnandinn frá Magdeburg, Gísli Kristjánsson. Hann er með svaka sprengikraft og hæfileikaríkur leikstjórnandi sem er bæði hættulegur sjálfur sem og að hann spilar skytturnar vel uppi,“ skrifaði Frederik. „Íslenska liðið vantar bara topplínumann og toppmarkmann á alþjóðlega vísu. Ef þeir væru með þá þá væru þeir lið til að berjast um verðlaun á þessu móti,“ skrifaði Frederik. „Danir eru sigurstranglegra liðið á móti Íslandi en þetta getur vel verið jafn leikur. Ísland elskar það að vinna Danmörk. Þeir eru litli bróðirinn og þetta er ekki fjölmenn þjóð. Guðmundur Guðmundsson myndi líka elska það að vinna Danmörk. Ég efast ekki um það,“ skrifaði Frederik. Leikur Íslands og Danmerkur fer fram annað kvöld klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Það má lesa vangavelturnar í DR með því að smella hér. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Frederik Mahler Bank fer yfir mótherja Dana í milliriðlinum en heimsmeistarar Dana unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni með sannfærandi hætti. „Ég spáði því fyrir fram að Ísland kæmist lang á þessu Evrópumóti. Þeir eru nógu góðir og hafa einstaklega spennandi leikmenn innanborðs og þá sérstaklega í útlínunni,“ skrifaði Frederik Mahler Bank á heimasíðu danska ríkisútvarpsins. „Sá mest spennandi í íslenska liðinu er leikstjórnandinn frá Magdeburg, Gísli Kristjánsson. Hann er með svaka sprengikraft og hæfileikaríkur leikstjórnandi sem er bæði hættulegur sjálfur sem og að hann spilar skytturnar vel uppi,“ skrifaði Frederik. „Íslenska liðið vantar bara topplínumann og toppmarkmann á alþjóðlega vísu. Ef þeir væru með þá þá væru þeir lið til að berjast um verðlaun á þessu móti,“ skrifaði Frederik. „Danir eru sigurstranglegra liðið á móti Íslandi en þetta getur vel verið jafn leikur. Ísland elskar það að vinna Danmörk. Þeir eru litli bróðirinn og þetta er ekki fjölmenn þjóð. Guðmundur Guðmundsson myndi líka elska það að vinna Danmörk. Ég efast ekki um það,“ skrifaði Frederik. Leikur Íslands og Danmerkur fer fram annað kvöld klukkan 19.30 að íslenskum tíma. Það má lesa vangavelturnar í DR með því að smella hér.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira