„Finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 12:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir augljóst að Guðmundur Guðmundsson hafi aðlagað leik íslenska handboltalandsliðsins að Ómari Inga Magnússyni. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fóru yfir sigurinn á Ungverjalandi með Stefáni Árna Pálssyni í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þeir hringdu meðal annars í Arnór Atlason, aðstoðarþjálfara Álaborg, þjálfara U-20 ára landsliðs Dana og fyrrverandi landsliðsmann. Hann var að vonum ánægður með sigurinn á Ungverjum eins og aðrir Íslendingar. „Þetta var fyrst og fremst stórkostleg skemmtun. Þetta var rosalega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Arnór sem er nú staddur með danska U-20 ára landsliðinu á Lanzarote. „Eins og í öllu mótinu var sóknarleikur okkar rosalega góður, sérstaklega allan fyrri hálfleik en hikstaði aðeins á köflum í seinni hálfleik. Mér fannst rosa gott þegar við bökkuðum aðeins í vörninni og lokuðum meira á [Bénce] Bánhidi sem var búinn að vera mjög erfiður, enda frábær sóknarlínumaður. Bjöggi fékk svo aðeins þægilegri bolta fyrir utan sem hann gerði frábærlega í að verja.“ Hrifinn af nýjungunum Arnór fór svo yfir breytinguna sem hefur orðið á sóknarleik Íslands frá síðasta móti. Hann segir lykilatriðið að íslenska liðið nýti styrkleika Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar. Sá síðarnefndi hefur átt erfitt uppdráttar með landsliðinu en hefur spilað mjög vel á þessu móti. Arnór þekkir Ómar vel en hann þjálfaði hann hjá Álaborg. „Ég er mjög hrifinn af þessu nýja sem hefur komið inn á þessu móti. Þessar árásir frá Gísla og Ómari þar sem við færum línumanninn í burtu og gefum þeim leyfi að gera það sem þeir eru svo góðir í. Ómar gerði þetta hjá okkur í Álaborg og svo í Magdeburg. Við leggjum spilið svolítið upp í hendurnar á þeim, einangrun fyrir þá og þeir eru báðir mjög góðir að losa boltann eftir þessar árásir, sérstaklega Ómar. Svo hafa þessar hröðu klippingar fyrir utan litið vel út og heppnast vel,“ sagði Arnór. „Mér finnst við fyrst núna vera að nýta Ómar rétt í sókninni. Hann er svo rosalega öflugur í þessum aðgerðum og að losa boltann. Hann vinnur einn og hálfan mann nánast í hvert einasta skipti og skilar boltanum yfirleitt á réttan mann eftir það.“ Allt öðruvísi sóknarleikur Róbert spurði Arnór hvort Guðmundur hafi aðlagað leik landsliðsins að Ómari í staðinn fyrir að hann ætti að falla inn í leikstíl þess. „Mér finnst það augljóst að Gummi hefur séð hvað Magdeburg hefur fengið út úr Ómari og lagt upp með það fyrir mótið. Við sjáum að þetta er allt öðruvísi sóknarleikur en var til dæmis í Egyptalandi,“ sagði Arnór. Minna álag á Aroni Aron Pálmarsson var nokkuð rólegur í tíðinni í leiknum í gær og skoraði aðeins tvö mörk úr sex skotum. Arnór segir nærveru Arons þó mikilvæga og er viss um að hann eigi eftir að spila betur í framhaldinu, enda hefur ekki mætt jafn mikið á honum og áður. „Stundum getur verið gott fyrir menn að koma út af í smá kælingu, ná áttum og vera klárir aftur eftir 5-6 ár. En bara það að hafa Aron inni á veitir ákveðna ró því við vitum hvað hann getur, að hann getur tekið af skarið og klárað leiki ef þess þarf. Það er búið að létta mjög mikið af Aroni í sambandi við allar þessar aðgerðir,“ sagði Arnór. „Áður hefur hann verið allt í öllu og allt lagt upp í hendurnar á honum. Það að bæði Gísli og Ómar byrji þessar árásir léttir á Aroni. Ég er pottþéttur á því að Aron er miklu frískari núna en hefur oft verið eftir riðlakeppnina. Þess vegna er ég viss um að hann á helling inni á tankinum.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira