Stjórnendur þáttarins eru þau Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber.
Í fyrsta þættinum mættust KR og Breiðablik. Í liði Blika voru þau Stígur, Katrín og Arnaldur og eru þau öll ellefu ára.
Í liði KR voru þau Kara, Viktor og Sara og einnig öll ellefu ára.
Viðureignin var æsispennandi og réðust úrslitin á lokaspurningunni, seinni þrjú hint spurningin.
Spurt var um dýr.
Hér að neðan má sjá lokaspurninguna og fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn ættu ekki að horfa á myndskeiðið hér að neðan.