Hvorki fyrsti né annar vinningur Víkingalottós gekk út þessa vikuna. Einn áskrifandi var með allar fimm tölurnar í réttri röð í Jókernum og hlýtur tvær milljónir króna í vinning. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jókernum og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir voru í áskrift, einn keypti í appinu og fjórir á Lotto.is.