„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. janúar 2022 21:59 Ríkisstjórnin kynnti hertar sóttvarnaraðgerðir á föstudag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að hann ætlaði að óbreyttu ekki að skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem verður 2. febrúar næstkomandi. Tíu manna samkomubann tók gildi á laugardag. Áslaug Arna vakti máls á því á Twitter-síðu sinni í dag að jafn margir liggi nú á spítala með Covid-19 og í desember 2020 þrátt fyrir að nýgengi smitaðra sé núna margfalt hærra með tilkomu ómíkron afbrigðisins. Þarna á vissulega að standa desember 2020. Engar tölur frá 21.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 19, 2022 „Það sem ég var að benda á í dag eru einfaldlega þau gögn sem liggja fyrir og við erum alltaf að taka þessar ákvarðanir á grundvelli þess. Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta heldur þurfum við að hafa mjög skýr gögn til þess að viðhalda takmörkunum í lengri tíma,“ sagði Áslaug Arna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Nýgengi smita sé í dag hátt í hundraðfalt hærra en fyrir tveimur árum þegar svipaðar takmarkanir voru við lýði. Hún segir blasa við að staðan sé góð og þá verði að endurskoða stöðuna. Spár sem hafi verið gerðar í desember hafi ekki ræst og fjöldi á sjúkrahúsi nú langt undir bjartsýnustu spá. „Það er sjálfsagt og eðlilegt að benda á þá bjartsýni, að það sé tilefni til bjartsýni og við megum aldrei á grundvelli laga ganga lengra en þörf krefur hverju sinni.“ „Ég held að heilbrigðisráðherra hafi gögnin fyrir framan sig núna, og við þurfum að vinna því að komast út úr þessu. Það eru bráðum liðin tvö ár af faraldrinum og á sama tíma og við lítum til sóttvarnaráðstafana til að fækka smitum í samfélaginu þá sjáum við að smitin eru ekki að minnka á meðan innlagnir eru að minnka en áhrifin sem þetta hefur á annað fólk, eins og ungt fólk, eru gríðarlega alvarleg,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Hefur ekki í hyggju að leggja fram nýtt minnisblað eins og sakir standa Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist að óbreyttu ekki munu skila inn tillögum um nýjar sóttvarnaaðgerðir fyrr en hyllir undir að núgildandi reglugerð falli úr gildi, sem gerist 2. febrúar næstkomandi. 19. janúar 2022 11:41