Frá þessu segir í tilkynningu frá Sjúkratryggingum en þetta er þriðji samningurinn sem gerður hefur verið í þessu skyni, en áður höfðu Sjúkratryggingar samið við Klíníkina og Orkuhúsið.
„Samtals fela samningarnir í sér möguleika á auknum liðsstyrk 10 svæfingarlækna, 18 hjúkrunarfræðinga á sviði almennrar hjúkrunar og skurðstofu- og gjörgæsluhjúkrunar og 2 sjúkraliða á tímabilinu 10. - 28. janúar,“ segir í tilkynningunni.