Færri þurfa að leggjast inn vegna veirunnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. janúar 2022 18:00 Þrátt fyrir að færri hafi lagst inn vegna veirunnar undanfarna daga er álagið enn mikið á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað verulega síðustu daga sem hafa þurft að leggjast inn á Landspítalann vegna kórónuveirunnar. Þá eru veikindi þeirra sem þurft hafa að leggjast inn minni en áður. Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Í gær greindust 1.302 með kórónuveiruna innanlands en um helmingur var í sóttkví. Þá eru 32 nú á sjúkrahúsi með Covid-19, en voru 33 í gær. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem þurft hafa að leggjast inn í Landspítalann vegna Covid-19 og verið tveir á dag. Þegar mest var fyrr í mánuðinum þurftu ellefu að leggjast inn á spítalann á einum degi. Þá hefur innlagnarhlutfallið í aldurshópnum 50 til 74 ára farið úr 6-8% hjá óbólusettum niður í undir 1% á þessum tíma. Í svörum frá Landspítalanum kemur fram að nú sé staðan sú að fleiri liggi nú inni með Covid-19 en þeir sem hafi verið lagðir inn vegna Covid-19. Þá séu veikindi þeirra sem nú leggjast inn minni en áður. Þrátt fyrir að færri leggist inn á spítalann vegna veirunnar er staðan enn erfið á spítalanum að mati stjórnenda. Fjöldi starfsmanna er í sóttkví og einangrun og mikið álag fylgir þeim sjúklingum sem eru með veiruna og þurfa að leggjast inn. Ekki tekin óþarfa áhætta Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að létta á samkomutakmörkunum að svo stöddu. „Við erum búin að vera með þessar takmarkanir núna í gangi í tæpa viku og það er líka verið að skamma okkur fyrir það ef við erum að hringla mikið. Annað hvort að herða of fljótt eða séum alltaf að breyta. Þannig að þessar takmarkanir gilda í tvær vikur og ég held að það sé best að reyna að taka þetta svolítið í skrefum.“ Hann vill engu að síður skoða að halda áfram með að slaka á reglum um einangrun, sóttkví og sýnatöku. Þá kemur til greina að börn sem eru tvíbólusett sleppi við sóttkví. „Við ætlum bara að fikra okkur áfram og gera þetta eins vel og við getum þannig að við séum ekki að reyna að taka neina óþarfa áhættu en ég held að það sé algjörlega nauðsynlegt að við gerum það og svörum þeirri breytingum sem við erum að sjá á faraldrinum á þann veg.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59 Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31 Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
„Við þurfum ekki að bíða eftir gögnum til að aflétta“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kallar eftir því að sóttvarnatakmarkanir verði endurskoðaðar í ljósi stöðu faraldursins. Ekki þurfi að bíða eftir frekari gögnum til að sjá að þróunin sé á réttri leið og ekki lengur þörf á hörðustu samkomutakmörkunum. 19. janúar 2022 21:59
Algjörlega óraunhæft að komast niður í 500 smit Tveir læknar Landspítalans eru sammála um að það sé heldur óraunhæft markmið að ná daglegum fjölda smitaðra niður í 500 manns eins og sóttvarnalæknir sagði að markmiðið væri á fundi velferðarnefndar Alþingis síðasta þriðjudag. 18. janúar 2022 20:31
Um þriðjungur Covid-smitaðra á Landspítala ekki inni vegna Covid Um þriðjungur þeirra sem liggja inni á Landspítala í einangrun með Covid-19 eru þar vegna annarra veikinda eða meiðsla. Nýtt spálíkan er væntanlegt frá spítalanum sem gæti orðið til þess að sóttvarnalæknir endurskoði samkomutakmarkanir. 17. janúar 2022 19:31