Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur Eiður Þór Árnason skrifar 20. janúar 2022 22:17 Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins. Samsett Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ítrekaði á Alþingi í dag kröfur sveitastjórnarfólks á Vestfjörðum um að ráðist yrði sem fyrst í gerð jarðganga milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Hann vísaði til tíðra snjóflóða á svæðinu, sem sáust síðast um nýliðna helgi. „Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast. Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég spyr því hæstvirtan ráðherra verða jarðgöng í Súðavíkurhlíð hluti af næstu samgönguáætlun hans. Sem og jarðgöng annars staðar þar sem stórhættulegir vegakaflar eru á Íslandi og fólk er í lífshættu að fara úr og í vinnu,“ spurði Guðmundur Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði vegabótum hafa verið forgangsraðað eftir áhættusvæðum og þeir staðir væru margir á Íslandi. Til að mynda hafi verið ráðist í tvöföldun á Suðurlands- og Vesturlandsvegi vegna þess að þar væru líkur á banaslysum miklar. „Og það er ástæðan fyrir þeirri forgangsröðun sem er í núgildandi samgönguáætlun. Við höfum hins vegar sett af stað jarðgangnaáætlun sem Vegagerðin hefur verið að vinna að. Þar á meðal eru að sjálfsögðu jarðgöng við Súðavík. Það eru fleiri jarðgöng sem er verið að horfa í þar. Þessi vinna verður eðlilega hluti af næstu samgönguáætlun,“ sagði Sigurður Ingi. Stefnt væri að því að unnið væri að gerð að minnsta kosti einnra jarðgangna hverju sinni og jafnvel fleiri. Vilja hefja undirbúning strax Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að gögnin verði sett í núgildandi samgönguáætlun sem gildir til ársins 2034. Helga Vala Helgadóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að hefja undirbúning að gangagerðinni strax. „Það kom fram í svari innviðaráðherra að það væru bara ein göng í einu á dagskrá en það er pólitísk ákvörðun. Náttúruhamfarir eru eitthvað sem gerast, snjóflóð, grjóthrun og við þurfum að bregðast við því,“ sagði Helga Vala í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vestfirðingar geti alls ekki beðið lengur eftir umræddum göngum og nú þurfi stjórnvöld að bretta upp ermar og ganga í verkið. Helga Vala trúir því að almennur stuðningur sé við þetta í þinginu og það sé öllum ljóst hversu slæmar afleiðingar það hefur þegar þjóðvegurinn lokast.
Samgöngur Ísafjarðarbær Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Súðavíkurgöng verða í næstu samgönguáætlun Innviðaráðherra segir stefnt að þvi að jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar verði í næstu samgönguáætlun stjórnvalda. Úrbótum í vegakerfinu hafi verið raðað eftir áhættusvæðum og þau svæði væru mörg á Íslandi. 20. janúar 2022 13:52