Skýrsla Henrys: Risahjarta í þessum drengjum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn gegn Dönum. getty/Sanjin Strukic Eftir allt sem á undan var gengið áttu líklega margir von á því að íslenska liðið yrði eins og lömb leidd til slátrunar gegn Dönum í kvöld. Það varð alls ekki raunin. Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Eftir að hafa nánast misst út allt byrjunarliðið á einum sólarhring var einfaldlega ekki hægt að gera kröfu á að ungt og óreynt íslenskt lið myndi gera eitthvað gegn besta landsliði heims. Í raun var erfitt að gera sér í hugarlund hvernig íslenska liðið kæmi út í leikinn. Þeir mættu aftur á móti út í leikinn eins og töffarar. Staðráðnir í að selja sig dýrt gegn frábæru liði. Það gerðu þeir líka. Sóknarleikurinn gekk frábærlega eins og venjulega sem er í rauninni ótrúlegt miðað við allar mannabreytingarnar. Varnarleikurinn að sama skapi var skelfilegur og ekki eitt skot varið utan af velli allan hálfleikinn er auðvitað ekki boðlegt. Samt var munurinn aðeins þrjú mörk. Varnarleikurinn kom í síðari hálfleik. Menn fóru að þétta og aðstoða í stað þess að skilja félagann eftir í einn á einn stöðu sem var óviðráðanlegt í fyrri hálfleik. Því miður fylgdi markvarslan aldrei með á meðan Möller varði oft á tíðum eins og óður maður hinum megin. Ef við hefðum fengið eðlilega markvörslu hefði þetta orðið jafnara. Ómar Ingi Magnússon steig upp sem leiðtogi liðsins í þessum leik. Honum leið örugglega svipað og Aroni Pálmarssyni síðustu ár framan af leik er hann þurfti að gera flest á meðan aðrir voru kannski að hrista af sér slenið. Enn ein gullframmistaðan hjá honum. Ofboðslega skemmtilegt að horfa á hann spila handbolta. Janus Daði fékk stórt hlutverk og skilaði því frábærlega. Ótrúlega klókur, skynsamur og bjó endalaust til. Þrátt fyrir mikla ábyrgð var hann ekki með einn tapaðan bolta í leiknum og var líka frábær í vörn. Ungu mennirnir voru flottir. Elvar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik og má vera stoltur. Orri var óhræddur en þetta datt ekki með honum. Teitur og Daníel nýttu sínar mínútur sömuleiðis vel og Arnar Freyr átti sína bestu spretti á mótinu. Fyrsta tapið staðreynd þrátt fyrir vasklega framgöngu. Strákarnir sýndu mikinn karakter og risahjarta í ótrúlega erfiðri stöðu. Svo er framhaldið algjörlega óvíst því enn vofir covid-draugurinn yfir liðinu og gæti vel farið svo að fleiri leikmenn gangi úr skaftinu. Þetta er sannkölluð rússíbanareið sem ekki sér fyrir endann á en strákarnir hafa sýnt okkur að þeir ætla að berjast til síðasta manns.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira