UN Women á Íslandi stýrir hliðarviðburði hjá Sameinuðu þjóðunum Heimsljós 21. janúar 2022 09:59 Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur í tengslum við loftslagsbreytingar og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum. Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt. Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í frétt frá UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent
Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur í tengslum við loftslagsbreytingar og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum. Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt. Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í frétt frá UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent