Handbolti

Ætla ekki að blása EM af en halda krísufundi á hverjum degi

Sindri Sverrisson skrifar
Íslenska liðið þakkar veittan stuðning í Búdapest í gær eftir tapið gegn Dönum. Fjórir nýir leikmenn komu inn í hópinn fyrir leikinn og tveir til viðbótar koma inn fyrir næsta leik, þeir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon.
Íslenska liðið þakkar veittan stuðning í Búdapest í gær eftir tapið gegn Dönum. Fjórir nýir leikmenn komu inn í hópinn fyrir leikinn og tveir til viðbótar koma inn fyrir næsta leik, þeir Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon. Getty/Sanjin Strukic

Framkvæmdastjóri handknattleikssambands Evrópu, EHF, segir ekki standa til að blása Evrópumótið af þrátt fyrir að yfir 60 leikmenn hafi farið í einangrun vegna kórónuveirusmits.

Ástandið hefur bitnað misilla á liðunum en Alfreð Gíslason hefur til að mynda misst út tólf leikmenn í þýska landsliðinu vegna smita á meðan að til dæmis Danir og Norðmenn hafa sloppið mun betur hingað til. 

Í íslenska hópnum eru nú sex leikmenn í einangrun eftir að smit greindust í gær og í fyrradag.

„Við skoðum mótið daglega og höldum krísufundi á hverjum degi,“ sagði Martin Hausleitner, framkvæmdastjóri EHF, á rafrænum fjölmiðlafundi í dag.

Þó að smittilfellum sé enn að fjölga og fari brátt að nálgast hundrað, þrátt fyrir að mótið hafi hafist fyrir aðeins viku síðan, þá er afstaða EHF óbreytt:

„Sem stendur þá ætlum við að klára allt mótið,“ sagði Hausleitner.

Nú stendur yfir keppni í milliriðlum á EM en mótinu á að ljúka á sunnudaginn eftir rúma viku.


Tengdar fréttir

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.

Erlingur lét þjálfarann spila á EM

Erlingur Richardsson nýtti krafta markmannsþjálfara síns í leik Hollands á Evrópumótinu í handbolta í gær, og sá gæti spilað enn meira í næstu leikjum þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tveimur árum.

Gísli Þorgeir líka smitaður

Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid.

Mótshaldarar rugluðu saman sýnum og Mandic er með

Króatar fengu að vita rétt fyrir leik sinn við Svartfjallaland, sem nú stendur yfir á EM í handbolta, að David Mandic mætti spila þrátt fyrir að hafa misst af síðasta leik vegna kórónuveirusmits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×