„Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. janúar 2022 13:10 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir greinilegt að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Búdapest. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri HSÍ segir ljóst að sóttvarnir hafi ekki verið í hávegum hafðar í Ungverjalandi þar sem Evrópumótið í handbolta fer fram en sex leikmenn íslenska liðsins og sjúkraþjálfari hafa nú greinst smitaðir. Búið er að herða sóttvarnir hjá liðinu og vonir bundnar við að fleiri greinist ekki smitaðir á næstu dögum. Framkvæmdastjóri HSÍ telur engar líkur á því að mótinu verði frestað. Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“ EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Þrír leikmenn greindust smitaðir í fyrradag og í gær greindust þrír til viðbótar. Eftir hraðpróf í dag greindist svo sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson með smit en hópurinn fer í PCR próf í kvöld. „Við bindum vonir við að við höfum náð utan um smitin og fáum ekki upp fleiri tilvik í bili,“ segir Róbert. Mikil áhersla var lögð á sóttvarnir áður en hópurinn fór út, til að mynda voru leikmenn í einangrun fyrir brottför og fóru þau með leiguflugi til Búdapest. „En þegar við komum hingað út verður að segjast að aðbúnaður á hótelinu hafi ekki verið nægilega góður,“ segir Róbert en hótelið var opið fyrir aðra gesti, fólk gekk grímulaust um ganga þess, og mikill umgangur var á hæðum, í lyftum og anddyri hótelsins. „Það er greinilegt að sóttvarnir voru ekki í hávegum hafðar hérna í Ungverjalandi þegar kom að mótinu,“ segir hann enn fremur. Fulltrúar liðanna fóru til Búdapest í október til að kanna aðstæður en Róbert bendir á að staðan í faraldrinum hafi þá verið allt önnur en nú. Liðin komu sínum athugasemdum á framfæri fyrir mótið og voru vonir bundnar við að framkvæmdin yrði með svipuðu móti og þegar HM fór fram í Egyptalandi, þar sem liðin voru hver í sínum kúlum. „Enda eina leiðin til að halda mótinu smitfríu ef það er hægt að kalla, en það var ekki gert og því hefur í rauninni farið sem farið. Við sjáum smit hjá nánast öllum liðum og gríðarlega mörg í sumum hverjum, til dæmis hjá Þýskalandi,“ segir Róbert. „Þetta gerir náttúrulega mótið erfitt og liggur við ómarktækt til lengdar,“ segir Róbert en hann telur þó engar líkur á því að mótinu verði frestað líkt og sumir hafa kallað eftir. Helsta markmið íslenska liðsins á þessari stundu er að halda liðinu gangandi. „Við erum búin að herða enn frekar á öllum sóttvörnum, sem voru nú frekar strangar fyrir, hjá okkur til að koma í veg fyrir fleiri smit hjá okkur og við munum vera mjög varkárir núna næstu daga og stefnum á að reyna að klára mótið með stæl,“ segir Róbert. „Við erum bara brattir með framhaldið og ætlum að gefa allt í þessa þrjá leiki sem eru eftir.“
EM karla í handbolta 2022 Handbolti Ungverjaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01 „Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06 Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17 Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58 Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: Mjög raunhæft að mótið verði flautað af Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson taka undir gagnrýni Guðmundar Guðmundssonar og leikmanna íslenska landsliðsins á sóttvarnir á EM í handbolta og segja aðstæður óviðunandi. 21. janúar 2022 09:01
„Hvað voru skipuleggjendur að hugsa?“ Tómas Guðbjartsson læknir segir alls ekki skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði. Hann skýtur á ráðherra og segir að sjá megi leifturhraða útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2022 20:06
Magnús Óli og Vignir líklega á leið til Búdapest Íslenska þjálfarateymið hefur þurft að bregðast við covid-smitunum í hópnum og nú eru fyrstu menn utan hóps á leið til Búdapest. 20. janúar 2022 16:17
Björgvin: Þetta var mikið sjokk „Heilsan á mér góð og ég held að hinir séu í þokkalegum málum líka,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við Vísi í dag en hann er í einangrun á herberginu sinu í Búdapest eftir að hafa fengið Covid. 20. janúar 2022 13:58
Strákarnir sem þurfa að fylla í stóru skörðin Líf, ertu að grínast? Einmitt þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta var á uppleið og með gríðarlega mikinn meðbyr duttu fimm leikmenn út vegna veiruskrattans. En hverjir koma til með að fylla í skörð fimmmenninganna. 20. janúar 2022 12:01