Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 19:05 Strákarnir okkar hópuðust saman í markinu og fögnuðu eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði síðasta skot leiksins, vítakast, og sigurinn ótrúlegi var endanlega í höfn. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. „Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira
„Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Sjá meira