Nældi sér í Covid-19 á EM Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. janúar 2022 13:41 Ásmundur Einar Daðason er kominn með Covid-19. Mynd/Ásmundur Einar Daðason Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi. Ásmundur Einar greinir frá þessu á Facebook-síðu hans þar sem hann segir að hann hafi skellt sér til Búdapest til að fylgjast með Strákunum okkar í riðlakeppni EM. „Náði mér því miður í covid-19 líkt og hálft íslenska liðið og hef verið í einangrun í Borgarnesi. Varð frekar slappur með hósta, kvef, hita og höfuðverk en er allur að koma til,“ skrifar Ásmundur. Kórónuveiran hefur leikið mörg landslið grátt á EM, ekki síst íslenska landsliðið þar sem níu eru fjarverandi úr hópnum eftir að hafa greinst með veiruna. Það kom að vísu ekki að sök í gær þegar liðið vann frækinn sigur á ólympíumeisturum Frakka. „Veit þetta eru vonbrigði fyrir þá sem höfðu heimildir fyrir því að ég væri í löngu fríi að tana á Tene,“ skrifar Ásmundur og grínast þar með umræðu um skíðaferð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á dögunum. „Það jákvæða er að þrátt fyrir covid-19 hef ég bæði bragð og lyst þegar kemur að súrmatnum!,“ skrifar Ásmundur Einar að lokum en með færslunni fylgir mynd af honum að gæða sér á þorramat. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM karla í handbolta 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Daníel Ingi bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Veiran herjar á lærisveina Erlings | Sá markahæsti smitaður Hollenska landsliðið í handbolta varð í dag fyrir miklu áfalli þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Meðal þeirra sem eru smitaðir er Kay Smits, markahæsti maður Evrópumótsins til þessa. 23. janúar 2022 12:31 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Ásmundur Einar greinir frá þessu á Facebook-síðu hans þar sem hann segir að hann hafi skellt sér til Búdapest til að fylgjast með Strákunum okkar í riðlakeppni EM. „Náði mér því miður í covid-19 líkt og hálft íslenska liðið og hef verið í einangrun í Borgarnesi. Varð frekar slappur með hósta, kvef, hita og höfuðverk en er allur að koma til,“ skrifar Ásmundur. Kórónuveiran hefur leikið mörg landslið grátt á EM, ekki síst íslenska landsliðið þar sem níu eru fjarverandi úr hópnum eftir að hafa greinst með veiruna. Það kom að vísu ekki að sök í gær þegar liðið vann frækinn sigur á ólympíumeisturum Frakka. „Veit þetta eru vonbrigði fyrir þá sem höfðu heimildir fyrir því að ég væri í löngu fríi að tana á Tene,“ skrifar Ásmundur og grínast þar með umræðu um skíðaferð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á dögunum. „Það jákvæða er að þrátt fyrir covid-19 hef ég bæði bragð og lyst þegar kemur að súrmatnum!,“ skrifar Ásmundur Einar að lokum en með færslunni fylgir mynd af honum að gæða sér á þorramat.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM karla í handbolta 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Daníel Ingi bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04 Veiran herjar á lærisveina Erlings | Sá markahæsti smitaður Hollenska landsliðið í handbolta varð í dag fyrir miklu áfalli þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Meðal þeirra sem eru smitaðir er Kay Smits, markahæsti maður Evrópumótsins til þessa. 23. janúar 2022 12:31 Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Daníel Ingi bætist í hóp smitaðra hjá landsliðinu Covid var ekki lengi að skella strákunum okkar aftur niður á jörðina því í dag kom í ljós að Daníel Þór Ingason er einnig smitaður. 23. janúar 2022 13:04
Veiran herjar á lærisveina Erlings | Sá markahæsti smitaður Hollenska landsliðið í handbolta varð í dag fyrir miklu áfalli þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Meðal þeirra sem eru smitaðir er Kay Smits, markahæsti maður Evrópumótsins til þessa. 23. janúar 2022 12:31
Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga“ Það voru ekki bara við Íslendingar sem áttum erfitt með að trúa mögnuðum átta marka sigri íslenska handboltalandsliðsins gegn Ólympíumeisturum Frakka á EM í gær. Margir erlendir miðlar fjölluðu um leikinn og franski miðillinn L'Equipe kallaði leikinn „martraðakennt eftirmiðdegi gegn ótrúlegu hugrekki Íslendinga.“ 23. janúar 2022 11:46
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“