Íbúum fjölgar og fjölgar í Bláskógabyggð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2022 16:30 Fjölmargar garðyrkjustöðvar eru í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar ört í Bláskógabyggð eins og á Laugarvatni og í Reykholti. Þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikill uppgangur í garðyrkjunni eins og nú í sveitarfélaginu. Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Bláskógabyggð varð til sem sveitarfélag 9. júní 2002 við sameiningu þriggja sveitarfélaga, Biskupstungnahrepps, Laugardalshrepps og Þingvallahrepps. Nafn sveitarfélagsins var fengið að láni úr Þingvallasveit og tengist birkinu og bláma vatnsins. Bláskógabyggð byggir mikið á ferðaþjónustu og garðyrkju. Íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Það eru líkur á því að það muni halda áfram að fjölga því það er talsvert mikið af íbúðum í byggingu og það er mikil eftirspurn eftir lóðum. Við höfum varla náð að anna henni, t.d. í Reykholti og það er líka aukinn áhugi á að byggja á Laugarvatni,“ segir Ásta. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Aðsend Hvernig skýrir þú þennan áhuga fólks? „Ég held að fólk trúi því bara og treysti að þetta sé áhugavert og gott svæði til búsetu og atvinnurekstrar. Það hefur verið uppbygging í atvinnulífinu, bæði innan ferðaþjónustunnar þrátt fyrir Covid og líka í garðyrkjunni. Í fyrra var byggt mikið af nýjum gróðurhúsum og það tekur til sín starfsfólk og það er alltaf verið að huga að einhverju nýju. Ég held að það sé bara bjartsýni á framtíð þessa svæðis,“ segir Ásta. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Bláskógabyggð með allskonar þjónustu og afþreyingu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru íbúar Bláskógabyggðar um 1160. Næg atvinna er fyrir alla en þar munar m.a. mikið um öflugar garðyrkjustöðvar í sveitarfélaginu. „Íbúum á Laugarvatni, þeim er t.d. að fjölga mikið, eru nú komnir yfir 200. Þeir hafa lengið verið um 190 en núna held ég að þeir séu orðnir 206 samkvæmt síðustu talningu,“ segir Ásta sveitarstjóri. Reykholt er vinsæll staður til búsettur og þar er vagga garðyrkjunnar í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira