Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 23:30 Söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tók lagið fyrir mótmælendur. Stöð 2/Bjarni Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira