Darri er einn þeirra sem hefur fengið kallið vegna smita í herbúðum íslenska landsliðið. Hann var mjög gíraður er hann kom inn af bekknum í sínum fyrsta landsleik í dag. Ef til vill of gíraður þar sem hann nældi sér í tveggja mínútna brottvísun skömmu síðar.
„Það var virkilega skemmtilegt (að koma inn á). Alveg mikið adrenalín sem því fylgir. Ég er almennt séð bara þakklátur fyrir að fá tækifæri með íslenska landsliðinu.“
„Það var misskilningur, eitthvað sem ég og dómari leiksins leystum síðan. Það kemur ekki fyrir aftur.“
„Við mætum á fullu í næsta leik. Við höfum allt að vinna en engu að tapa. Miðað við karakterinn í liðinu munum við selja okkur dýrt,“ sagði Darri að endingu.
