Elliði: Fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 16:50 Elliði Snær Viðarsson í átökum á línunni gegn Króatíu í dag. Getty/Sanjin Strukic „Það er drullusvekkjandi að við höfum farið svona með þetta sjálfir. Það stingur inn að beini,“ sagði Elliði Snær Viðarsson, svekktur og sár eftir tapið nauma gegn Króatíu á EM í handbolta í dag. Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik en tapaði á endanum 23-22 eftir að Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. „Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa búið sér til tækifæri, og þetta féll á einu marki til eða frá. Það er mjög vel gert, en mér fannst við vera svolítið þungir á okkur í dag. Við fórum alveg með þetta sjálfir,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði eftir tapið gegn Króatíu Hann gaf lítið fyrir að Króatar væru stórir og erfiðir viðureignar: „Þeir eru svo sem ekkert stærri en aðrir. Frakkarnir eru stórir og Ungverjarnir eru stórir, og það hefur hentað okkur ágætlega hingað til. Núna fer einbeitingin bara á næsta leik en þetta er drullusvekkjandi og ég er fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki eiga nógu góðan leik í dag,“ sagði Elliði. Kannski kominn tími til að hætta vippunum Einhverjir hafa bent á að Elliði sé of gjarn á að reyna vippuskot af línunni, líkt og hann gerði um miðjan seinni hálfleik þegar Ivan Pesic varði frá honum: „Ég þarf að skoða þetta betur en mér fannst þetta vera dauðafæri til að vippa. Þetta var bara hörmuleg vippa, fyrst og fremst, og það er kannski kominn tími til að ég leggi þessu í bili. Þetta er búið að ganga vægast sagt á afturfótunum á þessu móti,“ sagði Elliði. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ísland átti mjög erfitt uppdráttar í seinni hálfleik, eftir að hafa verið 12-10 yfir í hálfleik en tapaði á endanum 23-22 eftir að Króatar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins. „Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa búið sér til tækifæri, og þetta féll á einu marki til eða frá. Það er mjög vel gert, en mér fannst við vera svolítið þungir á okkur í dag. Við fórum alveg með þetta sjálfir,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði eftir tapið gegn Króatíu Hann gaf lítið fyrir að Króatar væru stórir og erfiðir viðureignar: „Þeir eru svo sem ekkert stærri en aðrir. Frakkarnir eru stórir og Ungverjarnir eru stórir, og það hefur hentað okkur ágætlega hingað til. Núna fer einbeitingin bara á næsta leik en þetta er drullusvekkjandi og ég er fyrst og fremst drullusvekktur út í sjálfan mig. Mér fannst ég ekki eiga nógu góðan leik í dag,“ sagði Elliði. Kannski kominn tími til að hætta vippunum Einhverjir hafa bent á að Elliði sé of gjarn á að reyna vippuskot af línunni, líkt og hann gerði um miðjan seinni hálfleik þegar Ivan Pesic varði frá honum: „Ég þarf að skoða þetta betur en mér fannst þetta vera dauðafæri til að vippa. Þetta var bara hörmuleg vippa, fyrst og fremst, og það er kannski kominn tími til að ég leggi þessu í bili. Þetta er búið að ganga vægast sagt á afturfótunum á þessu móti,“ sagði Elliði.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25 Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25 Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45 „Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Króatía 22-23 | Hetjuleg barátta en króatíska grýlan lifir enn Ísland tapaði fyrir Króatíu, 22-23, í þriðja leik sínum í milliriðli II á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 16:25
Ómar: Ekki nógu gott og það svíður „Við hefðum getað spilað betur og þurft að gera betur á mörgum sviðum,“ sagði Ómar Ingi Magnússon, svekktur eftir tapið gegn Króatíu á EM í dag. 24. janúar 2022 16:25
Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa „Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:45
„Raunverulega var liðið að standa sig stórkostlega, bara leiðinleg og ömurleg úrslit“ „Bara grátlegt, við fengum tækifæri til að gera út um leikinn. Vorum komnir í mjög erfiða stöðu en gerðum taktískar breytingar og komumst inn í leikinn,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir grátlegt eins marks tap gegn Króatíu á EM í handbolta. 24. janúar 2022 16:30