Meirihluti getur vel hugsað sér fjarvinnu eftir faraldurinn Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 21:23 Salahverfi í Kópavogi fyrr í mánuðinum. Vafalítið að inni í þessum húsum hafi leynst Kópavogsbúar í heimavinnu. En verða þeir í sömu sporum eftir ár? Vísir/Vilhelm Tæp 40% Íslendinga hafa áhuga á að vinna að hluta til áfram í fjarvinnu eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Atvinnurekendur gætu séð sér hag í að senda fólk heim frekar en að borga fyrir atvinnuhúsnæði. Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Frá því að kórónuveiran kom til sögunnar hefur fjöldi starfsfólks úr ólíkum stéttum verið sendur heim til vinnu þegar faraldurinn fer úr böndunum. Og fólk hefur kunnað þessu misvel. Ef marka má niðurstöður könnunar sem Maskína framkvæmdi á meðal 1700 svarenda eru fleiri sem hefðu áhuga á að halda áfram fjarvinnu eftir faraldurinn en hafa það ekki. 15% segjast hafa mjög mikinn áhuga á fjarvinnu eftir faraldurinn og 24% fremur mikinn, samtals um 39%. Um fjórðungur hefur áhuga í meðallagi á fjarvinnu en samtals hafa um 34% fremur eða mjög lítinn áhuga á fjarvinnu. Skattar breyti atferli Fjarvinna virðist því komin til að vera að vissu leyti en að hve miklu gæti að mati forstjóra Reita ráðist meðal annars af opinberum gjöldum. „Ef vinnustaðurinn færist heim getur það vel verið að háir fasteignaskattar á skrifstofuhúsnæði séu hreinlega hvati til þess fyrir utan allt annað að fólk fari heim til sín og vinni þar, eða er kannski neytt til þess af hálfu vinnuveitanda af því að hann vill ekki sitja uppi með alltof dýrt skrifstofuhúsnæði,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita. Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar voru 10% af veltu Reita fyrir nokkrum árum en eru nú 20%. Það þarf ekki að koma á óvart að forstjóranum hugnast ekki sú þróun. „Háir fasteignaskattar geta hugsanlega haft bein eða óbein áhrif á atferli okkar til að lifa og starfa. Fyrir utan það að þeir eru ekki sérlega góðir fyrir ykkar rekstur? Nei, ég þreytist ekki á að benda á það. Enda eins og ég segi, eru fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði að mínu mati út úr öllu korti á Íslandi,“ segir Guðjón.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skattar og tollar Tengdar fréttir Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ákvað að vinna aldrei öðruvísi en í fjarvinnu til þess að geta ferðast Kona sem tók ákvörðun um að vinna aldrei örðuvísi en í fjarvinnu til þess að geta unnið hvar sem er í heiminum hvetur fólk til að elta drauma sína um einfaldan lífstíl og ferðalög. Hún segir Covid-19 hafa gjörbreytt landslagi þeirra vem vilja vinna í formi fjarvinnu. 29. desember 2021 22:00