Ánægðir með Elvar: „Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 13:10 Elvar Ásgeirsson fagnar einu fjögurra marka sinna gegn Króatíu. getty/Sanjin Strukic Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson voru ánægðir með frammistöðu Elvars Ásgeirssonar í leiknum gegn Króatíu í gær. Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira