Vorkennir Alfreð sem segir Íslendingum í blóð borið að bregðast hratt við Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:31 Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti sem þjálfari Þýskalands en kórónuveirufaraldurinn hefur sett svip sinn á þau öll. Getty/Marijan Murat Íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins segir að Alfreð Gíslasyni sé mikil vorkunn að hafa ekki enn fengið að stýra þýska landsliðinu við eðlilegar aðstæður. Sjálfur segist Alfreð vera frá Íslandi og því vanur að þurfa að bregðast fljótt við breytingum. Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi Sjá meira
Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi Sjá meira