Miklar breytingar á sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2022 12:17 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að gera breytingar á sóttkví hér á landi. Frá og með miðnætti mun fólk sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Willum segir að fólk sem sætir sóttkví í augnablikinu, eftir að hafa verið útsett utan heimilis, losni strax úr sóttkví. Breytingarnar má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Willum segir að um mikla afléttingu sé að ræða. Fólk sem greinist smitað af Covid-19 á heimilum fari í einangrun og aðrir á heimilinu í sóttkví. Það muni ekki breytast. Hins vegar þurfi þeir sem séu útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki lengur að sæta sóttkví heldur smitgát. Þá verði börn og unglingar undanþegin smitgát í nýju reglunum sem taka gildi á miðnætti. Þau þurfa þó að sæta sóttkví sé um að ræða smit á heimili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta gríðarlega mikilvæga breytingu og sýni breytta nálgun hvað varðar aðgerðir vegna faraldursins. „Þetta mun breyta gríðarlega miklu, bæði þegar kemur að þeim fjölda sem fer í sóttkví. Og eins mun þetta draga verulega úr álagi á smitrakningu,“ segir Katrín. Nefnir hún bæði almannavarnir en ekki síður kennara og skólastjórnendur hvað þetta varði. Klippa: Katrín ræðir stórar breytingar á sóttkví Sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra bendi á að útsetning smita utan heimilis séu síður líkleg til að skila smiti en útsetning innan heimilis. „Þetta er gríðarleg eðlisbreyting á því hvernig við erum að takast á við þetta.“ Katrín leggur áherslu á að baráttan við faraldurinn hafi gengið vel af því ákvarðanir hafi verið teknar byggðar á reynslu og gögnum. Leiðarljósin hafi verið skýr og því sé óhætt að segja að takist hafi vel upp. Willum segist munu kynna afléttingaráætlun á föstudaginn. Þangað til mun áfram gilda tíu manna samkomubann í landinu. Hann minnir á að Landspítalinn sé enn á neyðarstigi. Klippa: Willum útskýrir breytingar á sóttkví sem taka gildi á miðnætti Að neðan má sjá tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í heild sinni. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Breytingarnar taka gildi á miðnætti. Breytingar á reglum um sóttkví eru gerðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra kemur fram að ómíkron-afbrigði kórónaveirunnar sé uppistaðan í þeim mikla fjölda smita sem nú greinast eða í rúmlega 90% tilvika, en delta-afbrigðið í tæplega 10%. Þannig sé faraldurinn nú um margt frábrugðinn því sem verið hefur en ómíkron-afbrigðið er mun meira smitandi en delta-afbrigðið, veldur sjaldnar alvarlegum veikindum og sleppur frekar undan vernd bóluefna og fyrri smita. Þá kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis að núverandi reglur um sóttkví og einangrun hafi valdið miklum fjarvistum í skólum og á vinnumarkaði með tilheyrandi truflunum. Mörg börn hafi endurtekið þurft að vera í sóttkví og hafi séfræðingar í velferð barna bent á að slíkt geti haft neikvæðar afleiðingar. Því sé lagt til að börn á leik- og grunnskólaaldri þurfi ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvel með einstakling í einangrun. Hinn 24. janúar síðastliðinn voru rúmlega 11 þúsund manns í einangrun, þar af rúmlega 4 þúsund börn. Jafnframt voru tæplega 14 þúsund manns í sóttkví og þar af um 6.900 börn en stór hluti fullorðinna sem skráður er í sóttkví er þríbólusettur og hefur því getað mætt til vinnu. Með þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verður sóttkví og smitgát með eftirfarandi hætti: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu í dag. Willum segir að fólk sem sætir sóttkví í augnablikinu, eftir að hafa verið útsett utan heimilis, losni strax úr sóttkví. Breytingarnar má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Willum segir að um mikla afléttingu sé að ræða. Fólk sem greinist smitað af Covid-19 á heimilum fari í einangrun og aðrir á heimilinu í sóttkví. Það muni ekki breytast. Hins vegar þurfi þeir sem séu útsettir fyrir smiti utan heimilis ekki lengur að sæta sóttkví heldur smitgát. Þá verði börn og unglingar undanþegin smitgát í nýju reglunum sem taka gildi á miðnætti. Þau þurfa þó að sæta sóttkví sé um að ræða smit á heimili. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þetta gríðarlega mikilvæga breytingu og sýni breytta nálgun hvað varðar aðgerðir vegna faraldursins. „Þetta mun breyta gríðarlega miklu, bæði þegar kemur að þeim fjölda sem fer í sóttkví. Og eins mun þetta draga verulega úr álagi á smitrakningu,“ segir Katrín. Nefnir hún bæði almannavarnir en ekki síður kennara og skólastjórnendur hvað þetta varði. Klippa: Katrín ræðir stórar breytingar á sóttkví Sóttvarnalæknir og heilbrigðisráðherra bendi á að útsetning smita utan heimilis séu síður líkleg til að skila smiti en útsetning innan heimilis. „Þetta er gríðarleg eðlisbreyting á því hvernig við erum að takast á við þetta.“ Katrín leggur áherslu á að baráttan við faraldurinn hafi gengið vel af því ákvarðanir hafi verið teknar byggðar á reynslu og gögnum. Leiðarljósin hafi verið skýr og því sé óhætt að segja að takist hafi vel upp. Willum segist munu kynna afléttingaráætlun á föstudaginn. Þangað til mun áfram gilda tíu manna samkomubann í landinu. Hann minnir á að Landspítalinn sé enn á neyðarstigi. Klippa: Willum útskýrir breytingar á sóttkví sem taka gildi á miðnætti Að neðan má sjá tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í heild sinni. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát. Breytingarnar taka gildi á miðnætti. Breytingar á reglum um sóttkví eru gerðar í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra kemur fram að ómíkron-afbrigði kórónaveirunnar sé uppistaðan í þeim mikla fjölda smita sem nú greinast eða í rúmlega 90% tilvika, en delta-afbrigðið í tæplega 10%. Þannig sé faraldurinn nú um margt frábrugðinn því sem verið hefur en ómíkron-afbrigðið er mun meira smitandi en delta-afbrigðið, veldur sjaldnar alvarlegum veikindum og sleppur frekar undan vernd bóluefna og fyrri smita. Þá kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis að núverandi reglur um sóttkví og einangrun hafi valdið miklum fjarvistum í skólum og á vinnumarkaði með tilheyrandi truflunum. Mörg börn hafi endurtekið þurft að vera í sóttkví og hafi séfræðingar í velferð barna bent á að slíkt geti haft neikvæðar afleiðingar. Því sé lagt til að börn á leik- og grunnskólaaldri þurfi ekki að fara í smitgát eða sóttkví nema þau hafi dvalið eða dvel með einstakling í einangrun. Hinn 24. janúar síðastliðinn voru rúmlega 11 þúsund manns í einangrun, þar af rúmlega 4 þúsund börn. Jafnframt voru tæplega 14 þúsund manns í sóttkví og þar af um 6.900 börn en stór hluti fullorðinna sem skráður er í sóttkví er þríbólusettur og hefur því getað mætt til vinnu. Með þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið verður sóttkví og smitgát með eftirfarandi hætti: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira