Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2022 13:11 Vindhraðinn fer allt upp í 28 metra á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Myndin er tekin við Gróttuvita í morgun. Vísir/Vilhelm Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson. Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Flugi Icelandair til Parísar, Amsterdam, Lundúna, Kaupmannahafnar og Dyflinnar var aflýst í morgun og Play felldi niður flug til Tenerife og Alicante vegna veðursins. Icelandair hefur einnig aflýst flugi til Seattle í Bandaríkjunum síðdegis. Þá hefur sex flugferðum Wizz Air, Easy Jet og Lufthansa sem áttu að fara frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi og fram til klukkan þrjú verið frestað fram á kvöld. Allt innanlandsflug hefur einnig legið niðri í morgun en flugfélagið Ernir er þó enn með áætlun um að fljúga til Húsavíkur klukkan fimm mínútur í fjögur en veðrið er skárst á Norðausturlandi. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir ekki hægt að nota landganga fyrir flugvélar í þeim veðurofsa sem verið hafi á Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Vilhelm Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Ísavía segir vindhraða hafa áhrif á þjónustu við flugvélar á Keflavíkurflugvelli. „Landgöngubrýrnar hjá okkur voru teknar úr notkun á sjöunda tímanum í morgun. Það er erfitt að nota stigabíla sem flugþjónustufyrirtækin reka og taka farangur frá borði. Öryggisviðmiðin varðandi landganga eru fimmtíu hnútar sem eru tæpir 26 metrar á sekúndu. Vindhraðinn núna eftir hádegi samkvæmt þeim spám sem við höfum gæti farið upp í 73 hnúta eða 37,5 metra á sekúndu í hviðunum,“ segir Guðjón. Útlitið er því áfram tvísýnt á Keflavíkurflugvelli. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mjög hvasst hafa verið sunnan og suðvestanlands í morgun. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir hvessa síðdegis á Vestur-, Suður- og Austurlandi en veðrið gangi niður á landinu í kvöld og nótt.Vísir „Þetta er vestanátt, ekki sú algengasta hér. Strengur suður af lægðarmiðju. Það eru líkur á að veðrið nái hámarki til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum nú eftir hádegi,“ segir Einar. Vindstrengurinn gangi síðan austur- og norðureftir landinu. „Það er nú útlit fyrir að bæði á Hellisheiði og í Þrengslum verði erfið færð. Aðallega vegan blindu nú í eftirmiðdaginn og eftir hádegi. Það sama má segja austur með ströndinni. Feykihvasst til dæmis við Reynisfjall í Mýrdal og svo áfram austar í kvöld,“ segir Einar. Veður muni versna á fjallvegum á Vesturlandi í dag en Vestfirðir sleppi nokkuð vel. Veðrið muni hins vegar ganga yfir á þessum sólarhring. „Það verður komið hæglætisveður strax í nótt á landinu og lítur vel út á morgun. Það eru fleiri lægðir á leiðinni. Ein minniháttar aðfararnótt fimmtudags. Það muggar frá henni víða um landið. Sérstaklega vestantil um nóttina og morguninn. Síðan er útlit fyrir að það geri dálítið ákveðna leysingu hér á föstudag,“ segir Einar Sveinbjörnsson.
Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04 Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. 25. janúar 2022 07:36