Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 19:01 Leikur Arsenal og Tottenham sem átti að fara fram þann 16. janúar er nýjasta dæmið um frestaðan leik í ensku úrvalsdeildinni. Tom Jenkins/Getty Images Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur. Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022 Enski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Alls hefur deildin frestað 22 leikjum á yfirstandandi tímabili vegna kórónuveirusmita, meiðsla og landsliðsverkefna leikmanna í deildinni. Nú seinast var stórleik Arsenal og Tottenham frestað þann 16. janúar, en margir klóruðu sér í hausnum yfir því hvernig Arsenal tókst að fá þá frestun í gegn. Nýju reglurnar gætu verið klárar fyrir 5. febrúarnæstkomandi, en þá hefst deildin á ný eftir tveggja vikna pásu. Eins og áður segir hefur enska úrvalsdeildin setið undir gagnrýni fyrir þann fjölda leikja sem hefur verið frestað, en gagnrýnin snýr aðallega að því að mögulega hafi félög deildarinnar nýtt sér regluverkið til að fá leikjum frestað þrátt fyrir að hafa nógu marga leikfæra leikmenn. Félög deildarinnar fengu að vita af því í desember að þau skildu mæta til leiks ef 13 leikmenn væru tilbúnir í slaginn, þar á meðal einn markvörður. Þetta var gert til að bregðast við kórónuveiruhópsmitum innan félaganna. Hins vegar hafa liðin getað talið meidda leikenn, sem og þá leikmenn sem eru staddir í landsliðsverkefnum, sem fjarverandi leikmenn þegar sótt er um frestun. Nú þegar á að fara að ráðast í tilslakanir á sóttvarnarreglum á Englandi telja forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar tímabært að endurskoða reglurnar, sérstaklega í ljósi þess að smitum innan deildarinnar hefur nú fækkað fjórar vikur í röð. The Premier League is looking into changing its guidance around match postponements.New guidelines could be in place for 8 February.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) January 19, 2022
Enski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira